Fréttir

Útboðshönnun nýrrar virkjunar

12.1.2009

Starfsmenn EFLU á Orkusviði, þ.e. þeir sem sinna vatnsaflsvirkjunum, eru nú að leggja lokahönd á útboðshönnun Búðarhálsvirkjunar fyrir Landsvirkjun.

  • Útboðshönnun nýrrar vatnsaflsvirkjunar

Búðarhálsvirkjun verður um 80 MW og virkjar fall Köldukvíslar og Tungnaár milli Hrauneyjafoss og Sultartanga.

EFLA sér um verkfræðihönnun allra mannvirkja við Búðarháls en Verkís hannar vél- og rafbúnað og Mannvit lokubúnað og fallpípur.

Arkitektar verkefnisins eru Arkitektastofan OG, og hafa þeir unnið meðfylgjandi mynd af stöðvarhúsi og inntaki virkjunarinnar.