Fréttir


Fréttir

Vegna skýrslu EFLU um Reykjavíkurflugvöll

19.5.2016

Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarið um skýrslu EFLU um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar viljum við árétta að hlutverk EFLU var að vinna úr mæligögnum og leggja tölfræðilegt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar með og án flugbrautar 06/24 í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
  • Reykjavíkurflugvöllur

Vegna skýrslu EFLU um Reykjavíkurflugvöll

EFLA verkfræðistofa vill láta koma fram að fyrirtækið stendur fyllilega á bakvið faglega og óhlutdræga nálgun þeirra reynslumiklu verkfræðinga sem að verkefninu unnu.

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) sendi innanríkisráðuneytinu bréf þann 9. september 2015 þar sem til umfjöllunar var skýrsla EFLU um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar. Gagnrýndar voru nokkrar forsendur úrvinnslunnar. EFLA sendi ítarleg svör og rökstuðning við öllum atriðum ÖFÍA til innanríkisráðherra, Samgöngustofu, ISAVIA og til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þann 1. október 2015. Í stuttu máli kom fram að í upphaflegum skýrslum EFLU höfðu öll þau atriði sem ÖFÍA nefnir verið skoðuð og tekin faglega og óhlutdræg afstaða til þeirra. Rökstuðningur er gefinn fyrir öllum forsendum sem voru notaðar og ekki komu fram nein haldbær rök hjá ÖFÍA sem styðja þörf á að breyta forsendum eða niðurstöðum útreikninga.

Rétt er að árétta að verkefni EFLU var ekki að gefa álit á því hvort leggja eigi af flugbraut 06/24 og tekur EFLA enga afstöðu til þess máls. Í skýrslum EFLU felst engin afstaða til þess hvort ásættanlegt er að loka flugbraut 06/24 út frá öryggissjónarmiðum, flugrekstrarsjónarmiðum eða öðrum þeim sjónarmiðum sem þar skipta máli.

Aðrar umfjallanir EFLU um þetta mál:

Að gefnu tilefni - mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar

 Vegna greinagerðar um Reykjavíkurflugvöll