Verkefni Byggingasviðs EFLU í Noregi
Einnig er verið að vinna að samningum um sorpflokkunarstöð í Stavanger þar sem lagna- og raflagnasvið byggingasviðs EFLU eru hluti af hönnunarteymi, sem mun sjá um forhönnun og deilihönnun stöðvarinnar. Verkefnið kom inn í gegnum umhverfissvið EFLU, sem hefur verið að vinna við nokkur verkefni, mest tengd samgöngum og skipulagsmálum á Stavangersvæðinu.
Hljóðráðgjöf tengdum samgöngum
Hljóðsvið byggingarsviðs EFLU vinnur að samgönguverkefnum í Voss nálægt Bergen í Noregi. Verkefnið er unnið í samvinnu við önnur svið EFLU. Verkefnið snýst um hljóðútreikninga og hönnun mótvægisaðgerða við og á íbúðarhúsum þar sem til stendur að færa veg nær byggð vegna gangnagerðar. Fleiri verkefni þessarar gerðar hafa komið á borð EFLU í gegnum rammasamninga EFLU við norsku Vegagerðina, má þar nefna verkefni sem hljóðsvið og viðhaldssvið kemur að í Stavanger og er tengt verkefni sem umhverfis- og samgöngusvið EFLU hafa verið að vinna undanfarin misseri.