Fréttir

Verkefni í Miðausturlöndum

Iðnaðarsvið EFLU, Miðausturlönd, Áver, Bahrain, Arabísku furstadæmin, Súrálsverksmiðja

4.6.2019

Um þessar mundir vinnur EFLA að tveimur verkefnum í Miðausturlöndum. Annað verkið er vegna stækkunar á álveri í Bahrain og hitt er í tengslum við gangsetningu á súrálsverksmiðju í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

  • Verkefni EFLU í Miðausturlöndum
    Súrálsíló – Sameinuðu arabísku furstadæmin

Það er Iðnaðarsvið EFLU sem fer fyrir báðum verkefnunum en starfsfólk þess hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af verkefnum tengdum álverum í Miðausturlöndum.

Verkefnin eru unnin í samvinnu við Reel Alesa frá Sviss en samstarf þess við EFLU hefur verið afar farsælt og staðið í rúma tvo áratugi. Hlutverk EFLU er að leysa þeirra sérfræðinga af í uppstarti og gangsetningum flókins búnaðar. Um afar ábyrgðarfullt starf er að ræða og mikil pressa á starfsmönnum.

Stærsta álver í heimi

Í Bahrain er verið að að stækka álver Alba og auka framleiðslugetuna í 1,5 milljón tonn. Eftir stækkunina verður álverið stærsta álver heims. Til samanburðar má nefna að samanlögð framleiðsla íslensku álveranna er um 0,8 milljón tonn.

Verkefni EFLU í Miðausturlöndum

Ný súrálsverksmiðja gangsett

Þá er verið að vinna að gangsetningu súrálsverksmiðju í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og er gert ráð fyrir að framleiðslan verði 2 milljónir tonna af súráli á ári, sem er 40% af súrálsnotkun beggja álveranna í Furstadæmunum.

Alhliða ráðgjöf í álverum

Starfsfólk EFLU hefur komið að fjölbreyttum verkefnum í áliðnaðinum, bæði hérlendis og erlendis, og aflað sér sérþekkingar á sviðinu. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og má þar nefna hönnun stýrikerfa, forritun og gangsetning hreinsivirkja og margvíslegra flutningskerfa.

Verkefni EFLU í MiðausturlöndumFlutningskerfi – Bahrain

Verkefni EFLU í MiðausturlöndumHáleit markmið – Bahrain