Verkfræðihönnun fjölbýlishúsa við Elliðabraut
Byggingar, fjölbýlishús, Norðlingaholt, Hljóðvist, Loftgæði
Við Elliðabraut 12-22 í Norðlingaholti hafa risið sex ný og glæsileg fjölbýlishús. EFLA sá um verkfræðihönnun húsanna en sérstök áhersla var lögð á vandaða hljóðvist og loftgæði í byggingunum.
-
Elliðabraut 12-22 í Norðlingaholti. EFLA sá um verkfræðihönnun húsanna. Mynd: Arkþing.
Fjölbýlishúsin
eru hönnuð með tilliti til algildrar hönnunar og eru sex talsins á 4-5 hæðum.
Íbúðirnar eru 117 talsins, frá 50-150 m2, með sameiginlegri bílageymslu.
Mikill metnaður var lagður í hönnun húsanna en EFLA sá um alla verkfræðihönnun þ.e. burðarþol, raflagnir, loftræsi- og lagnakerfi, brunaráðgjöf og öryggi ásamt hljóðvist. Sérstök áhersla var lögð á loftgæði og eru allar íbúðirnar því búnar frístandandi loftræsingu. Slíkt stuðlar að heilbrigði hússins og íbúa, sparar orkunotkun og stuðlar að betri loftgæðum. Þá var hugað vel að hljóðvist í húsunum meðal annars með vali á hljóðeinangrandi gluggum.
Eigandi húsanna og byggingaverktaki er MótX, arkitektar eru Arkþing og Nordic Office Arcitecture AS og landslagsarkitekt er Teiknistofan Storð.