Fréttir


Fréttir

Verkfræðihönnun í nýrri byggingu Alþingis

10.2.2020

Fyrsta skóflustungan að nýrri skrifstofubyggingu Alþingis var tekin á dögunum. Byggingin mun fela í sér byltingu fyrir starfsemi Alþingis. EFLA sér um alla verkfræðihönnun í verkinu.

  • Alþingi
    Alþingi

Árið 2016 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar skrifstofubyggingar fyrir Alþingi. Það var tillaga Studio Granda sem vann samkeppnina og myndaði í framhaldi teymi með EFLU um hönnun byggingarinnar.

Byggingin er rúmlega 6.000m2 og mun rísa á sama reit og Alþingishúsið er nú. Nýbyggingin mun tengjast skála og húsum við Kirkjustræti með tengigangi sem verður ofanjarðar. Mikil eftirvænting ríkir meðal starfsfólks Alþingis sem fram að þessu hefur þurft að sækja fundi vítt og dreift um miðbæinn.

EFLA sér um alla verkfræðiráðgjöf og vinnur í nánu samstarfi við arkitekta hússins. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni og verður húsið einnig vottað samkvæmt vistvottunarkerfinu BREEAM .

Hægt er að lesa nánar um verkefnið á vefnum: 

Ný skrifstofubygging Alþingis

AlthingisreiturHönnunarteymið samankomið við athöfnina.