Fréttir

Verkfræðistofa Norðurlands komin með vottun

1.11.2012

Nú hefur regluleg úttekt BSI farið fram hjá EFLU. Úttektin gekk afar vel en að þessu sinni var áherslan í úttektinni á Samgöngur, Umhverfi og Orku auk Rannsóknastofu, Viðskiptaþróunar og Rekstrarsvið.
  • Undirskrift

Nú hefur regluleg úttekt BSI farið fram hjá EFLU. Úttektin gekk afar vel en að þessu sinni var áherslan í úttektinni á Samgöngur, Umhverfi og Orku auk Rannsóknastofu, Viðskiptaþróunar og Rekstrarsvið.

Á sama tíma og úttektin fór fram var dótturfyrirtæki EFLU, Verkfræðistofa Norðurlands, í lokaúttekt fyrir vottun og stóðst prófið með glans. Stofan hefur undanfarið ár unnið að því með EFLU að koma sér upp vottun í gæðastjórnun ISO 9001, umhverfisstjórnun ISO 14001 og öryggisstjórnun OHSAS 18001.

Staðfesting frá BSI hefur nú borist Verkfræðistofu Norðurlands og óskum þeim innilega til hamingju.