Fréttir

Verkfræðistofan EFLA flytur á árinu

11.3.2010

Verkfræðistofan EFLA og Reitir fasteignafélag hafa skrifað undir samning um leigu á 3.800 fermetra húsnæði í endurnýjuðum skrifstofugörðum Reita að Höfðabakka 9 - þar sem Tækniskólinn og síðar Háskólinn í Reykjavík voru áður til húsa. Þangað flytur EFLA starfsemina á komandi sumri af fjórum starfsstöðvum í höfuðborginni

  • EFLA
    EFLA verkfræðistofa flytur.

Verkfræðistofan EFLA og Reitir fasteignafélag hafa skrifað undir samning um leigu á 3.800 fermetra húsnæði í endurnýjuðum skrifstofugörðum Reita að Höfðabakka 9 - þar sem Tækniskólinn og síðar Háskólinn í Reykjavík voru áður til húsa. Þangað flytur EFLA starfsemina á komandi sumri af fjórum starfsstöðvum í höfuðborginni. Þar verða um 160 starfsmenn við vinnu en eftir sem áður eru starfsstöðvar í Reykjanesbæ, á Selfossi, Reyðarfirði og Akureyri, auk erlendu fyrirtækjanna sem EFLA er aðili að í sjö löndum.

Hönnun og framkvæmd endurbóta að Höfðabakka eru þróunarverkefni Reita og verða gerða með vistvæn sjónarmið að leiðarljósi og hliðsjón af kröfum um vistvæna vottun bygginga.