Fréttir


Fréttir

Verklok á Hraunum

16.10.2009

Nú er lokið vinnu við síðasta hluta Hraunaveitu sem veitir vatni af Hraunum austan Snæfells um Jökulsárgöng til aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar.

  • Snævi þakið hraun

Hraunaveita samanstendur af þremur stíflum með botnrásum og yfirföllum og tveimur jarðgöngum sem beina rennsli Grjótár, Kelduár og Jökulsár á Fljótsdal að inntaki Jökulsárganga sem síðan leiða vatnið til aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar.

Unnið hefur verið að þessu verki frá vorinu 2006.

Eftirlit með Hraunaveitu var boðið út og varð fyrirtækið Hraun JV hlutskarpast, en að því stóðu Línuhönnun (nú hluti EFLU), Verkfræðistofa Austurlands og Mott MacDonald.

Þegar til kastanna kom þá vann sami verktakinn öll útboð vegna framkvæmda við Hraunaveitu, en það var Arnarfell, sem einnig vann að gerð Jökulsárganga.

Þar sem þeir starfsmenn VIJV sem sinntu eftirliti með Jökulsárgöngum voru flestir frá EFLU (þ.e. Línuhönnun) þótti sjálfsagt að samræma eftirlitið og yfirtók Hraun JV því einnig eftirlit með Jökulsárgöngum og tengdum mannvirkjum.

Fjölmargir starfsmenn hafa komið að þessari vinnu og eiga allir þakkir skyldar fyrir störf sín sem oft voru unnin við erfiðar aðstæður.

Starfsmennirnir eru stoltir af sínu verki og vona að það muni vel duga.

Margir starfsmanna Hrauns JV hættu störfum á síðasta ári, en í haust luku þeir sem eftrir voru sinni vinnu og er nú verið að keppast við að taka niður búðir, verkstæði og önnur mannvirki og flytja í burtu.