Fréttir


Fréttir

Vetrarhátíð Reykjavíkur 2015

5.2.2015

Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs og verður haldin í tólfta sinn 5.-8. febrúar 2015.
  • Vetrarhátíð Reykjavíkur 2015

Á hátíðinni fær magnað myrkur að njóta sín en hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.

EFLA verkfræðistofa tekur einnig þátt í ár. Að þessu sinni með ljósainnsetningu Þórdísar Harðardóttur á Kaffi Nauthól í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30.

Sjálf opnun Vetrarhátíðar fer fram í kvöld kl. 19.30 með verki Marcosar Zotes við Hallgrímskirkju og hvetjum við alla til að taka þátt sér að kostnaðarlausu.