Fréttir

Via Nordica ráðstefnan 2012

17.6.2012

Norræna vegasambandið, NVF, hélt Via Nordica 2012 ráðstefnuna hér á Íslandi 11. - 13. júní síðastliðinn. Ráðstefnan er haldin fjórða hvert ár og er nú haldin á Íslandi í fyrsta sinn.
  • Via Nordica ráðstefnan 2012

Ríflega 800 þátttakendur mættu til að skoða sýninguna, hlusta á fyrirlestra og taka þátt í málstofum. EFLA verkfræðistofa var ein af þeim og mætti með ca 17 manns ásamt því að vera með bás á sýningunni. Megin áherslan á sýningarbásnum var að kynna fyrirtækið og þau samgönguverkefni sem EFLA hefur verið að vinna að í Noregi, sem eru orðin mörg vítt og breitt um Noreg. Vakti nálgunin í básnum nokkra athygli ráðstefnugesta ásamt nýlöguðu kaffi og súkkulaði sem boðið var uppá í básnum. 

Tókst allt með ágætum og var altalað hve vel þessi ráðstefna og sýning í Hörpu hefði tekist. Eflaust héldu margir heim á leið ríkari af þekkingu, kunnáttu og norrænum vinskap. 

via_nordica