Fréttir

Viðbygging við Fjölbrautaskólann í Breiðholti

19.5.2009

Uppsteypu viðbyggingar við Fjölbrautarskólann í Breiðholti er nú lokið, en Efla annaðist alráðgjöf fyrir S.S. verktaka við verkið.

  • Viðbygging Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Byggingin er alls um 1800 m2 auk tengibyggingar sem tengist eldra húsi.

Húsið er staðsteypt á þremur hæðum og eru plöturnar í húsinu „flatar plötur“ (e. flat slab), þ.e. án bita eða þykkinga við undirstöður. 

Lóðrétt burðarkerfi inni í húsinu er í formi fjögurra súlna sem ná upp gegnum það, en með að halda burðarkerfinu fyrirferðarlitlu er notagildi rýmisins fjölbreytt og notendur upplifa það sem opið og rúmgott.

Gólfplötur 2. og 3. hæðar auk þakplötu eru eftirspenntar og eru haflengdir á bilinu 8 til 10 m. 

Þar sem notaðar voru flatar eftirspenntar plötur var hægt að ná þykkt gólfkerfisins niður í 250 mm og er óhætt að segja að erfitt hefði verið að ná fram svo lágri kerfisþykkt með annars konar kerfi.

Að venju var mun minna notað af slakri járnbendingu fyrir tilstilli eftirspennunar, en algengt er að sparnaður á bendijárni sé af stærðargráðunni 70% miðað við sambærilega slakbenta plötu.

Notkun eftirspennts kerfis minnkaði þannig til muna efnisnotkun og afleiddan kostnað, auk þess sem lagnahönnun var með þægilegasta móti þar sem árekstrar milli lagnaleiða og burðarvirkishluta voru í lágmarki.