Fréttir


Fréttir

Viðhald og verðmæti: EFLA á opnu námskeiði

8.9.2010

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður húseigendum og iðnaðarmönnum á opið námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 8. sept.
  • Hof Byggingarhönnun
Það er liður í námskeiðahaldi á nokkrum stöðum vítt og breitt um landið í vetur, og samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og Íbúðalánasjóðs við sérfræðinga frá verkfræðistofum, Orkusetrinu, Rafiðnaðarskólanum, Húsi og heilsu, Iðunni - fræðslusetri og heimamenn.

Meðal viðfangsefna eru raflagnir, leki, loftgæði, hitastýring, orkunotkun og mat á viðhaldsþörf. Frá EFLU eru það sérfræðingar útibúsins á Norðurlandi (staðsett á Akureyri) og úr höfuðstöðvunum í Reykjavík sem taka þátt, bæði með erindi í málstofu og á Tenglatorgi þar sem fagmenn í viðhaldi og viðgerðum fasteigna og aðrir geta komist í samband við sérfræðingana.

hofMyndir fengnar úr kynningarriti Hofs