Fréttir


Fréttir

Viðurkenning til EFLU

26.10.2009

  • Viðurkenning fyrir gerð og frágang mannvirkja

Vegagerðin hefur um nokkurt skeið veitt viðurkenningu fyrir gerð og frágang mannvirkja.

Á föstudaginn síðastliðinn (23.10) var þessi viðurkenning veitt í þriðja sinn, fyrir verk sem lokið var við á árunum 2005-2007.

Til álita koma fullgerð umferðarmannvirki og landmótunarverkefni sem lokið hefur verið við á þessum árabili.

Mannvirkið sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni er: Göngubrýr yfir Njarðargötu og Hringbraut. Verkið var samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar.

Verkumsjón fyrir hönd Vegagerðarinnar var í höndum deildar um samstarfsverkefni hjá Suðvestursvæði Vegagerðarinnar.

Verktaki var Háfell ehf. og Eykt ehf. Um hönnun sáu Línuhönnun (nú Efla hf.) og Stúdíó Granda ehf. Um eftirlit sá Almenna Verkfræðistofan hf.

Í umsögn dómnefndar segir:
Þarna fara saman falleg mannvirki og góður frágangur. Hönnun er vönduð og mikið lagt upp úr mjúkum línum.

Frágangur er allur hinn vandaðasti, falleg og vel unnin hellulögn og slétt brúaargólf.

Brýrnar eru í senn svipmikil mannvirki og sérstök, en falla um leið vel að umhverfi sínu og þjóna vel tilgangi sínum sem tenging Vatnsmýrar og Háskólaumhverfis við Tjörnina og miðbæ Reykjavíkur.


Frétt fengin af vef Vegagerðarinnar