Fréttir


Fréttir

Vinningstillaga um nýjan Skerjafjörð

7.11.2017

Reykjavíkurborg efndi til lokaðrar hugmyndaleitar að rammaskipulagi fyrir framtíðaruppbyggingu á þróunarreit í Skerjafirði. 

Ask arkitektar, EFLA og Landslag mynduðu þverfaglegt teymi varðandi útfærslu á svæðinu og bar tillagan sigur úr býtum. 

  • Nýr Skerjafjörður
    Nýr Skerjafjörður. Líkanmynd Ask arkitektar

Sjálfbærnisviðmið höfð að leiðarljósi

Vinningstillaga Ask arkitekta, EFLU og Landslags leggur áherslu á fjölbreytta byggð, greiðar gönguleiðir, grænt net opinna svæða og tengsl við nærliggjandi náttúru og byggð í Skerjafirði. 

Gert er ráð fyrir blandaðri byggð, nýjum grunnskóla og aukinni nærþjónustu sem styður við sjálfbærnisviðmið hverfisins. Græn þök, gróðurveggir, gegndræpt yfirborð og þakgarðar efla vistkerfi og eru hluti af blágrænum ofanvatnslausnum. Vistvænum samgöngum er gert hátt undir höfði og hugað er að framtíðartengingum við nýja göngu-, hjóla og almenningssamgöngubrú yfir Fossvog ásamt fyrirhugaðri Borgarlínu. 

Áframhaldandi vinna í gangi

Fulltrúar vinningstillögunnar munu vinna tillöguna áfram í átt að rammaskipulagi í samráði við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar. 

Alls tóku fimm þverfagleg teymi þátt í hugmyndasamkeppninni.

Nýr SkerjafjörðurLíkanmynd: Ask arkitektar

Nýr SkerjafjörðurLíkanmynd: Ask arkitektar

Nýr SkerjafjörðurLíkanmynd: Ask arkitektar