Vinnsla hafin í nýbyggðu uppsjávarfrystihúsi
Verksmiðjan er hátæknivædd og eru allir vinnsluferlar í nýja húsinu sjálfvirkir. Þannig taka vigtarkerfi við fiskinum, myndgreiningarkerfi notað til að sía út skemmdan fisk og að lokum sjá pökkunarvélar um frágang á afurðinni. Frysting aflans er afar hröð og án þrýstings, sem gerir það að verkum að hámarksgæði eru tryggð.
Hjá uppsjávarfrystihúsinu starfa um 40 - 50 manns á tvískiptum vöktum og býður nýja verksmiðan upp á vinnslu á fjölbreyttum uppsjávarafla.
Við óskum Eskju til hamingju með nýtt og stórglæsilegt uppsjávarfrystihús.