Fréttir


Fréttir

Vistferilsgreining á endurvinnslu á Suðurlandi

20.11.2009

  • Endurvinnsla

EFLA vann vistferilsgreiningu (enska: Life Cycle Assessment ) fyrir Sorpstöð Suðurlands þar sem borin voru saman gróðurhúsaáhrif mismunandi meðhöndlunar úrgangsflokksins "dagblöð og tímarit" sem myndast á starfssvæði sorpstöðvarinnar.

Niðurstöður verkefnisins voru þær að flokkun dagblaða og tímarita til endurvinnslu getur ótvírætt dregið úr gróðurhúsaáhrifum sorpmeðhöndlunar á svæðinu.

Samkvæmt útreikningum EFLU minnkar útblástur sem fylgir meðhöndluninni um 130 persónueiningar af gróðurhúsalofttegundum.

Það jafngildir um 1,1 milljón kílóum af koltvísýringi árlega.

Þessar niðurstöður hafa m.a. leitt til þess að sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa tekið í notkun nýtt sorphirðukerfi sem byggist á tveimur tunnum, almennri tunnu fyrir blandaðan úrgang og endurvinnslutunnu (blátunnu).

Í blátunnuna má setja allan pappírsúrgang og umbúðir úr sléttum pappa.

Sveitarfélagið Árborg hefur einnig tilkynnt að þar verði blátunnan tekin upp.

Markmiðið er að draga úr urðun úrgangs og auka hlutfall endurvinnslu á svæðinu sem mun hafa jákvæð umhverfisáhrif sbr. vistferilsgreininguna.