Fréttir


Fréttir

VISTVÆN BYGGÐ STOFNUÐ

17.2.2010

Stofnfundur Vistvænnar byggðar ? Vettvangs um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl.16 í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.

  • Fjölbýlishús

Kynningarfundur án skuldbindinga verður haldinn sama dag, á sama stað kl.15. Fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum er boðið að taka þátt í mótun sjálfbærrar þróunar manngerðs umhverfis á Íslandi.

Fulltrúar opinberra verkkaupa, verkfræðistofa og arkitektastofa hafa skipað undirbúningshópinn sem boðar til stofnfundarins.

Það er einlæg trú þeirra sem hópinn skipa að umhverfisvænir starfshættir séu vaxtarbroddurinn í mannvirkjaiðnaðinum öllum.

Á heimsvísu eru það svonefnd Green Building Councils í hverju landi sem leiða umræðu um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð meðal opinberra aðila og fagfólks.

Með stofnun Vistvænnar byggðar mun Ísland eignast slíkan vettvang til að koma umhverfismálunum í framkvæmd í íslenska mannvirkjaiðnaðnum.

Í Vistvænni byggð koma þeir saman sem hafa áhuga á að móta framtíðina, til þess að velja réttar leiðir að markinu og leiða umræðuna með virkri þátttöku.

(Byggt á aðsendir fréttatilkynningu).

Mynd með frétt fengin af vef BREEAM (http://www.breeam.org)