Fréttir


Fréttir

VN verðlaunuð fyrir lofsvert lagnaverk 2012

25.10.2013

Dótturfyrirtæki EFLU, Verkfræðistofa Norðurlands, með Grétar Grímsson í broddi fylkingar hlaut verðlaun fyrir "LOFSVERT LAGNAVERK 2012".
  • Lofsvert lagnaverk

Verkið sem hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands að þessu sinni var MENNINGARHÚSIÐ HOF Á AKUREYRI.
Það var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem afhenti verðlaunin við athöfn í Hofi.

MENNINGARHÚSIÐ HOF Á AKUREYRI varð að þessu sinni fyrir valinu hjá viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands. Á samhentri stofu koma að sjálfsögðu fleiri starfsmenn að slíkri hönnun og má þar helstan nefna Árna Svein Sigurðsson.

Í áliti viðurkenningarnefndar segir m.a.
"Heildarverk við lagnir er snyrtilegt og hönnun búnaðar í húsi Hofs er góð. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög til fyrirmyndar-, og handverk iðnaðarmanna gott". Um er að ræða sjö aðskilin loftræstikerfi sem þjóna hinum ýmsu hlutum byggingarinnar. Einnig er um að ræða sérhæft pípulagnakerfi."

Þess má geta að Verkfræðistofa Norðurlands, þá einnig með Grétar Grímsson í fararbroddi, hefur áður hlotið sömu verðlaun, þ.e. fyrir "LOFSVERT LAGNAVERK 2003". Þá var verðlaunað fyrir hönnun lagna- og loftræstikerfa í AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI.

EFLA óskar félögum sínum fyrir norðan til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Frekari upplýsingar um viðurkenninguna má sjá á vef Verkfræðistofu Norðurlands

Lofsvert-GG