Fréttir


Fréttir

Vorúthlutun Samfélagssjóðs EFLU

20.6.2018

Samfélagssjóður EFLU veitti sína tólftu úthlutun í dag. Að þessu sinni bárust 65 umsóknir í alla flokka og hlutu 9 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

  • styrkur
    Samfélagssjóður vorið 2018

Verkefnin sem hlutu styrk eru:

Heilsubærinn Bolungarvík | Endurnýjun körfuboltavallar

Markmiðið með verkefninu er að styðja við aukinn áhuga á Körfuboltaíþróttinni á Norðanverðum Vestfjörðum með bættri aðstöðu iðkunar. Völlurinn er kominn til ára sinna og þarfnast mikils viðhalds og endurnýjunar.

Hjálpræðisherinn | Forvarnarstarf fyrir unglinga

Hjálpræðisherinn hefur haft starfsemi í Mjóddinni síðan 2012. Mikil þörf er fyrir stuðning til barna og unglinga í hverfinu. Nú þegar er komin heimanámsaðstoð á svæðið, opið hús fyrir unglinga til að styðja félagsleg tengsl og boðið er upp á heita máltíð. Markmiðið er að efla þetta opna hús sem nýtist sérstaklega unglingum sem eru að flosna upp úr námi og hafa lítið bakland.

Forvarnarverkefni tengt heimilisofbeldi

Markmið verkefnisins er að kynna fyrir almenningi fyrirbæri sem kallast ofbeldishringurinn og skýrir þrjá fasa sem fylgja heimilisofbeldi. Með aukinni vitund eru meiri líkur á að þekkja hættumerkin og hægt sé að bregðast við áður en það er of seint. 

Nonklettur | Málþing um notkun jarðefna í keramiki

Undanfarin ár og áratugi hafa farið fram rannsóknir á notkun íslenskra jarðefna í íslensku keramíki. Málþing verður haldið í Búðardal 5. september þar sem dregin verður saman öll sú þekking sem fengist hefur undanfarin ár og áratugi á rannsóknum á íslenskum jarðefnum í keramíki. 

Stelpur rokka | Kaup á tækjabúnaði til tónlistarframleiðslu og til að nota í tónlistarkennslu

Stelpur rokka eru óháð félagasamtök sem voru stofnuð árið 2012 með það að markmiðið að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og kjarnastarfsemi þeirra, byggir á vinnuframlagi sjálfboðaliða. Til stendur að kaupa á tækjabúnað til tónlistarframleiðslu og til notkunar í kennslu.

Kammerkór Suðurlands | Upptökur vegna örtónleika

Kammerkór Suðurlands heldur örtónleika á Suðurlandi sumarið 2018. Flutningur verkanna verður tekinn upp á myndband og gerður aðgengilegur almenningi endurgjaldslaust á tónlistaveitum sem og á heimasíðu kórsins.

Sviðsetning á ævintýraóperu fyrir börn

Sviðsetja á ævintýraóperuna Sónötu. Þar gefst listafólki sem hefur nýlokið listnámi eða er langt komið, tækifæri til þess að nýta hugmyndaauðgi sína og orku í að vinna með samtímatónlist og sviðslistaverk sem jafnframt tekur möguleikum tækninnar opnum ormum. Þetta er falleg íslensk ópera fyrir þar sem kjarninn er sönglist og tónlist en sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum 4-11 ára. 

Undirbúningar tónlistarheimsóknar á elli-, dvalar- og hjúkrunarheimili

Verkefnið felst í að heimsækja hin ýmsu elli-, dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði lífga upp á hverstagsleika þeirra sem þar búa með tónlist sem heimilisgestir þekkja, auk skemmtilegra frásagna sem tengjast tónlistinn sem flutt er.

Team Spark | vekja athygli á umhverfisvænum samgöngum

Markmið Team Spark er að vekja athygli á umhverfisvænum samgöngum og stuðla að umhverfisvænni bílaflota hérlendis. Önnur markmið eru að efla tækniþekkingu hjá nemendum á öllum skólastigum og viðhalda góðu orðspori Háskóla Íslands. Einnig er lagt upp úr því að stuðla að jafnrétti innan liðsins og viðhalda góðu kynjahlutfalli.