Fréttir


Fréttir

Votlendissjóður tekur til starfa

28.6.2018

Votlendissjóður tók formlega til starfa 30. apríl síðastliðinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurheimt votlendis og draga þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Talið er að frá framræstum votlendum komi allt að 70% af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og því er til mikils að vinna með endurheimt votlendis. Losunin verður vegna þess að í vatnsmettuðum mýrum safnast upp mikið lífrænt efni en við framræslu þeirra stóreykst lífrænt niðurbrot með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda.

Votlendissjóður

Votlendissjóður býður fyrirtækjum, félögum, stofnunum og öðrum aðilum að kolefnisjafna sig með því að fjármagna endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur. Ásbjörn Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs og verndari sjóðsins er Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson.


Aðkoma EFLU

EFLA er einn af stofnaðilum Votlendissjóðs og situr Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs fyrir hönd EFLU í stjórn sjóðsins. EFLA hefur meðal annars tekið þátt í að móta aðferðarfræðina við mat á árangri endurheimtar og útfærslu vöktunar.

Umfjöllun fréttamiðla um málið