Fréttir

Vottað umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar

26.2.2009

Á dögunum hlaut Landsvirkjun vottun fyrir umhverfisstjórnun fyrirtækisins skv. alþjóðlega staðlinum ISO 14001.

  • Vottað umhverfisstjórnunarkerfi Landsvirkjunar

Fyrirtækið hafði áður fengið orkuframleiðsluna vottaða með þessum hætti en nú hefur allur rekstur þess verið vottaður.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá EFLU, hefur aðstoðað starfsmenn Landsvirkjunar við að skipuleggja umhverfisstjórnunina á öllum sviðum fyrirtækisins.

Áður hefur EFLA aðstoðað nokkur fyrirtæki við að koma á vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001, s.s. Borgarplast, Hópbíla, Hagvagna og Orkuveitu Reykjavíkur.

Nú vinnur EFLA að innleiðingu vottunarhæfs umhverfisstjórnunarkerfis með fleiri fyrirtækjum og fyrirtækið starfar sjálft samkvæmt slíku kerfi með góðum árangri.

EFLA óskar Landsvirkjun til hamingju með árangurinn.

Á meðfylgjandi mynd eru (frá vinstri) Kjartan Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf. , Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, Ari Arnalds frá Vottun hf. og Helga J. Bjarnadóttir, við afhendingu vottunarskjalsins til Landsvirkjunar.