Fréttir


Fréttir

Vottuð umhverfisstjórnunarkerfi með EFLU

17.4.2012

Undanfarin misseri hefur umhverfissvið EFLU unnið með mörgum innlendum fyrirtækjum að því að fá vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001.
  • Umhverfisvottun
    Unnið er með 9 fyrirtækjum í uppbyggingu að ISO 14001

Umhverfissvið EFLU hefur mikla faglega reynslu í innleiðingarferlum á bæði umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001 og öryggisstjórnunarkerfinu OHSAS 18001.

Þau fyrirtæki sem umhverfissvið EFLU hefur unnið með og eru komin með vottun í ISO 14001 eru:

  • EFLA verkfræðistofa
  • Bílaleiga Akureyrar / Höldur
  • Ræstingaþjónustan sf
  • Reykjavíkurborg, umhverfis- og samgöngusvið
  • Orkuveita Reykjavíkur (einnig komið með vottun skv. 18001)
  • N1
  • Borgarplast
  • Hópbílar / Hagvangur
  • Landsvirkjun