Fréttir


Fréttir

Gróður og byggingar

1.9.2010

EFLA hefur, í samvinnu við Málningu hf. og með tilstyrk Orkuveitu Reykjavíkur, unnið að sérstæðu verkefni.
  • Yfirborðsmeðhöndlun

Yfirborðsmeðhöndlun til að auðvelda gróðurframvindu

Markmið þess er að þróa og prófa yfirborðsmeðhöndlun á steinsteypu og stál/álflötum til að auka líkur á að gróður, einkum mosi, nái að festast og mynda þekju til lengri tíma án þess þó að hafa neikvæð áhrif á endingu mannvirkjanna. Með tímanum ættu mannvirkin að falla betur inn í umhverfið og öll ásýnd ætti að verða mildari.

Í verkefninu eru leiddir saman sérfræðingar á sviði gróðurs, lífeðlisfræði og ræktunartækni og sérfræðingar í steinsteypu og málningu. Hugmyndafræði verkefnisins er í samræmi við það markmið Orkuveitu Reykjavíkur að vera í fararbroddi í góðri umgengni við landið.