EFLA.is

Valmynd


Breikkun Vesturlandsvegar

Vesturlandsvegur, Varmhólar, Hvalfjarðavegur, Móa hverfi, Grundarhverfi, Stækkun, Breikkun vegar

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu fyrir breikkun Vesturlandsvegar til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

Um verkefnið

Vegagerðin, í samráði við Reykjavíkurborg, áformar breikkun Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e. við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi vegfarenda.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt töluliði 10.07 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, en samkvæmt töluliðnum eru nýir tveggja akreina vegir með framúrakstursrein og vegir með fjórar akreinar eða fleiri ávallt háðir mati á umhverfisáhrifum.

Frummatsskýrslunni er ætlað að varpa ljósi á fyrirhugaða framkvæmd, grunnástand umhverfis fyrir framkvæmdir og möguleg umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Metin voru áhrif framkvæmdarinnar á; landnotkun, gróður og vistlendi, fuglalíf, landslag og ásýnd, menningarminjar, hljóðvist og umferðaröryggi. Umhverfisáhrif voru metin með hliðsjón af samþykktri matsáætlun og þeim rannsóknum sem unnar hafa verið í tengslum við matið.

Kynning frummatsskýrslu

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 24. febrúar - 7. apríl á eftirtöldum stöðum: í íþróttahúsi Klébergsskóla á Kjalarnesi, á skrifstofu Reykjavíkurborgar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. 

Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar og EFLU (sjá neðar á síðu).

Athugasemdafrestur

Kynningartími stendur yfir í 6 vikur eða frá 24. febrúar til 7. apríl 2020. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir á kynningartíma. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. apríl 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Opið hús

Vegagerðin mun halda opið hús og kynna frummatsskýrsluna þann 27. febrúar milli kl. 16:00 til 18:00 í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Allir eru velkomnir.

Skjöl


Frummatsskýrsla með viðaukum

Frummatsskýrsla án viðauka

Tillaga að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica