EFLA.is

Valmynd


Efnistaka í Stapafelli, Súlum og Rauðamel

Stapafell, Rauðamelsnáma, Súlur, Mat á umhverfisáhrifum á Reykjanesi

Mat á umhverfisáhrifum áframhaldandi efnistöku á Reykjanesi


Sett hafa verið fram drög að tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum áframhaldandi efnistöku í Stapafelli, Súlum og Rauðamel á Reykjanesi. Efnistökusvæðin eru á mörkum tveggja sveitarfélaga, Reykjanesbæjar og Grindavíkur. 


Fyrirhuguð efnistaka er innan beggja sveitarfélaganna en aðkoma er um Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir efnistöku á svæðinu á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 og Reykjanesbæjar 2015-2030. 


EFLU hefur verið falið að vinna umhverfismatið. 

Um verkefnið

Efnistaka hefur átt sér stað í Stapafelli og nágrenni síðan í kringum árið 1950 þegar uppbygging byrjaði á varnarliðssvæðinu og í Rauðamelsnámu frá árinu 1972. Vegna breytts lagaumhverfis og til að festa námuna í sessi sem framtíðarefnistökustað er nú nauðsynlegt að fjalla um námuvinnsluna í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. 

Efnistaka af þessari stærð fellur undir framkvæmd af flokki A samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum og er því ávallt matskyld, sjá lið 2.01 í viðauka laganna: „Efnistaka og/eða haugsetning á landi eða úr hafsbotni þar sem áætlað er að raska 50.000 m² svæði eða stærra eða efnismagn er 150.000 m³ eða meira“.

Efnistökusvæðið sem Íslenskir aðalverktakar hafa vinnslurétt á, og er hér í mati á umhverfisáhrifum, er staðsett í sveitarfélögunum Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ en aðkoma er eingöngu um Reykjanesbæ. Um er að ræða tvö aðskilin efnistökusvæði, annarsvegar Súlur og Stapafell og hinsvegar Rauðamel, úr tveim mjög ólíkum jarðmyndunum og því þurfa bæði efnistökusvæðin að fara í umhverfismat.

Í Stapafelli er unnið bögglaberg, en það hentar mjög vel sem burðarhæft fyllingarefni undir vegi, götur og byggingar. Efnið er notað óunnið eða harpað í mismunandi kornastærðir. Mikil þörf er fyrir bögglaberg um fyrirsjáanlega framtíð og því mikilvægt að tryggja góðan aðgang að bögglabergsnámum. Í Súlum er unninn sandur í steypuframleiðslu, hálkuvarnir fyrir flugbrautir og sandur til að sanda með rörum og strengjum. Í Rauðamelsnámu er unnin perlumöl til steypuefnaframleiðslu.

Athugasemdafrestur

Drög að tillögu að matsáætlun fyrir bæði efnistökusvæðin hafa nú verið lögð fram til kynningar á vef EFLU. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir.


  • Athugasemdir vegna efnistökusvæðisins í Súlum og Stapafelli skal merkja „Efnistaka í Stapafelli og Súlum á Reykjanesi“ og senda á netfangið snaevarr.georgsson@efla.is 
  • Athugasemdir vegna efnistökusvæðisins í Rauðamel skal merkja „Efnistaka í Rauðamel á Reykjanesi“ og senda með tölvupósti á netfangið: snaevarr.georgsson@efla.is  
  • Athugasemdir í bréfpósti skal senda á:
    EFLA verkfræðistofa
    B.t. Snævarrs Arnar Georgssonar
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

Athugasemdafrestur var til og með 7. mars 2018.

Skjöl

Drög að matsáætlun - Stapafell og Súlur

Drög að matsáætlun - Rauðimelur



  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica