EFLA.is

Valmynd


Efnistaka í Bolaöldum

EFLA, f.h. Bolaalda ehf., hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um efnistöku í Bolaöldum í Ölfusi, Sveitarfélaginu Ölfusi.

Um verkefnið

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar lá frammi til kynningar frá 20. október til 2. desember 2010.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. desember 2010 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Forsendur

Til að mæta þörf fyrir malarefni á höfuðborgarsvæðinu, í Ölfusi og víðar hyggjast Bolaöldur ehf. halda áfram þeirri námuvinnslu sem verið hefur í Bolaöldum í Ölfusi í áratugi.
Samkvæmt IV. ákvæði til bráðabirgða í lögum um náttúruvernd nr. 44 frá 1999 þarf nú að afla námunni framkvæmdaleyfis og verður því fjallað um framkvæmdina í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Framkvæmdarlýsing

Efnistökusvæðið sem nú er í mati á umhverfisáhrifum er í framhaldi af og samliggjandi þeirri námu sem unnið hefur verið úr á undanförnum áratugum. Heildarflatarmál áætlaðar efnistöku er 36 ha og er þá heildar efnisvinnslusvæðið orðið 65 ha. Áætlað er að vinna a.m.k. 200.000 m3 á ári. Í mati á umhverfisáhrifum eru metin umhverfisáhrif námuvinnslu að lágmarki 2.000.000 m3. Áætlað er að vinna það magn á næstu 10 árum.
Í námunni er unnið bögglaberg, en það hentar mjög vel sem burðarhæft fyllingarefni undir vegi, götur og byggingar. Efnisvinnslan felst í því að ryðja efni fram af stöllum niður í botn námunnar. Gengið er út frá því að standa þannig að efnistökunni að sýnileiki að svæðinu frá þjóðvegi verði sem minnstur. Fjallað verður um afmörkun, vinnslutíma, vinnslutilhögun og áfangaskiptingu í þessu samhengi.

Mat á umhverfisáhrifum

Í frummatsskýrslu eru áhrif á eftirfarandi þætti metin: Landslag og sjónræna þætti, gróðurfar; fuglalíf og spendýr; áhrif á útivist og ferðamennsku; jarðfræði og jarðmyndanir og fornleifar. Gerð er grein fyrir áhrifum af völdum jarðrasks vegna efnistökunnar annars vegar og áhrifa af starfseminni sjálfri hins vegar.

Skjöl

Matsskýrsla

Matsskýrsla

Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla

Matsáætlun

Ákvörðun Skipulagsst.

Tillaga að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica