EFLA.is

Valmynd


Hólsvirkjun í Fnjóskadal, vatnsaflsvirkjun 5,5 MW

Arctic Hydro hefur lagt fram frummatsskýrslu fyrir Hólsvirkjun í Fnjóskadal til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

Um verkefnið

Arctic Hydro áformar að reisa 5,5 MW vatnsaflsvirkjun sem gengur undir nafninu Hólsvirkjun.

Framkvæmdasvæðið er nyrst í Fnjóskadal í landi Ytra-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs. Hólsá og Gönguskarðsá, sem saman mynda Árbugsá, verða virkjaðar sunnan Garðsfells. Hólsá og Gönguskarðsá verða stíflaðar í um 310 m.y.s. og vatni veitt um aðrennslispípu að stöðvarhúsi á bakka Fnjóskár í 60 m.y.s. Aðrennslispípa verður grafin niður að jöfnunarþró á hálsi sunnan Garðsfells. Jöfnunarþró verður niðurgrafin að mestu. Þaðan verður niðurgrafin þrýstipípa að stöðvarhúsi. Vegslóði verður lagður frá Ytra-Hóli að þrýstipípu og meðfram pípu að inntaksstíflum.

Undirbúningur framkvæmdarinnar hefur staðið yfir um alllangt skeið. Samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu er framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun var kynnt vorið 2017 og samþykkt síðar sama ár af Skipulagsstofnun.

Kynning á frummatsskýrslu

Frummatsskýrsla liggur frammi til kynningar frá 5. janúar 2018 til 16. febrúar 2018 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Þingeyjarsveitar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er jafnframt aðgengileg á vefsíðum Skipulagsstofnunar og EFLU.

Athugasemdafrestur

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. febrúar 2018 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is   

Skrár

Frummatsskýrsla

Tillaga að matáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica