EFLA.is

Valmynd


Kísilmálmverksmiðja á Bakka við Húsavík

EFLA verkfræðistofa hf. fyrir hönd PCC Bakki Silicon hf. hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunnar frummatsskýrslu um kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík, Norðurþingi.

Um verkefnið

Fyrirhuguð er bygging verksmiðju PCC Bakki Silicon hf. til framleiðslu á kísilmálmi við Bakka á Húsavík með framleiðslugetu sem nemur 66.000 tonnum á ári. Verksmiðjan verður byggð í tveimur áföngum og miðast fyrsti áfangi hennar við 33.000 tonna framleiðslugetu á ári. Aflþörf fyrsta áfanga er 52 MW og fullbyggðrar verksmiðju 104 MW. Gert er ráð fyrir að fyrirtækinu verði úthlutuð um 20 ha lóð innan skilgreinds iðnaðarsvæðis í sveitarfélaginu Norðurþingi og að orku sem þarf til framleiðslunnar verði aflað frá virkjunum á háhitasvæðinu í Þingeyjarsýslum. Áætlað er að verksmiðjan muni skapa um 127 framtíðarstörf, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku.

Mat á umhverfisáhrifum

Framkvæmdin er matsskyld skv. 5. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. EFLA verkfræðistofa hefur annast mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir hönd PCC.

Í frummatsskýrslu eru áhrif framkvæmdarinnar á eftirfarandi þætti metin: loftgæði, hljóðvist, gróður, fuglalíf, landslag og ásýnd, fornminjar, samfélagsleg áhrif, umhverfisáhrif á framkvæmdatíma, áhættu og öryggi og áhrif vegna sjókælingar. Lagt er mat á áhrif starfseminnar, bæði á framkvæmda- og rekstrartíma, á þessa þætti.

Niðurstaða

Framkvæmdum sem þessum fylgir ávallt nokkurt inngrip í umhverfið. Bein áhrif verksmiðju PCC á Bakka eru bundin við lóð fyrirtækisins, og allra næsta umhverfi, og er þá átt við meginþætti eins og ásýnd. Fyrirhuguð kísilmálmverksmiðja PCC er á iðnaðarsvæði sem skilgreint hefur verið norðan Húsavíkur. Gripið verður til ýmissa aðgerða, bæði á framkvæmdatíma og á rekstrartíma til að lágmarka þessi áhrif. Jákvæð áhrif verksmiðjunnar á samfélag eru víðfeðmust og ná til Norðurþings og nágrannasveitarfélaga. Í heildina litið er það mat framkvæmdaraðila að umhverfisáhrif vegna kísilmálmverksmiðju PCC verði ásættanleg.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 22. febrúar 2013 til 5. apríl 2013 á eftirtöldum stöðum: Á bókasafni Húsavíkur, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu EFLU verkfræðistofu hf.:http://www.efla.is og á vef PCC Bakki Silicon hf.: http://www.pcc.is.

Opið hús fyrir almenning og hagsmunaaðila til kynningar á verkefninu verður haldið á Fosshóteli á Húsavík, laugardaginn 9. mars frá klukkan 14 – 18.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 5. apríl 2013 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Skjöl

Matsskýrsla

Matsskýrsla
Viðaukar
Korta- og myndahefti

Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla
Viðaukar
Korta- og myndahefti

Tillaga að matsáætlun

Tillaga að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica