EFLA.is

Valmynd


Kröflulína 3 – 220 kV háspennulína

Landsnet hefur lagt fram frummatsskýrslu fyrir Kröflulínu 3 til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

Um verkefnið

Kröflulína 3 fer um þrjú sveitarfélög: Skútustaðarhrepp, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp. Áætluð lengd línunnar er 122 km og mun hún liggja að mestu samsíða Kröflulínu 2.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta raforkuflutningskerfið, auka stöðugleika og gæði orkuafhendingar á Norður- og Austurlandi áformar Landsnet að byggja 220 kV raflínu, Kröflulínu 3, frá nýju tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir um alllangt skeið. Tillaga að matsáætlun var kynnt í ársbyrjun 2013 og samþykkt síðar sama ár af Skipulagsstofnun með athugasemdum. Síðan þá hefur staðið yfir vinna við áframhaldandi skoðun valkosta, í samráði við Skipulagsstofnun, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila og gerð frummatsskýrslu þar sem áhrifum framkvæmdarinnar er lýst.

Í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar er loftlína aðalvalkostur. Jafnframt er lagt fram mat á nokkrum jarðstrengskostum á línuleiðinni, m.a. á um 1.300 m löngum kafla þar sem línan þverar Jökulsá á Fjöllum innan Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og að auki á nokkrum lengri köflum á svæðum sem falla utan viðmiða í stefnunni.

Í frummatsskýrslunni er lagt mat á þætti eins og gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, fornleifar, náttúruvernd, neysluvatn og vatnsvernd, útivist og ferðamennsku, landnotkun á afrétti, áhættu og öryggismál.

Kynning frummatsskýrslu

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 5. maí 2017 á eftirtöldum stöðum: Á bókasafninu á Egilsstöðum, á Amtsbókasafninu á Akureyri á sveitarskrifstofum Skútustaðahrepps, Reykjahlíð og Fljótsdalshrepps, Végarði og bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar, á vef Landsnets og hér fyrir neðan á vef EFLU.

Athugasemdafrestur

Athugasemdafrestur er liðinn.

Skjöl

Matsskýrsla

Matsskýrsla 

Viðaukar 

Viðaukar með matsskýrslu 

Mynda- og kortahefti

Sýnileiki og myndstaðir
Loftmyndakort
Fornleifa- og gróðurkort
Líkanmyndir 

Tillaga að matsáætlun

Tillaga að matsáætlun
Kort
Ákvörðun Skipulagsstofnunar

Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla

Viðaukar

Viðaukar við frummatsskýrslu


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica