Landfylling í Skerjafirði
Skerjafjörður
Reykjavíkurborg áformar að gera 4,3 ha landfyllingu í Skerjafirði og er landfyllingin liður í þéttingu byggðar og uppbyggingu nýs hverfis í suðvesturhluta borgarinnar.
Um verkefnið
Reykjavíkurborg áformar að gera 4,3 ha landfyllingu í Skerjafirði. Svæðið er staðsett austan núverandi byggðar í Skerjafirði og sunnan aflagðrar NA – SV flugbrautar (06-24) Reykjavíkurflugvallar. Landfyllingin er liður í þéttingu byggðar og uppbyggingu nýs hverfis í suðvesturhluta borgarinnar í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030.
Framkvæmdin er ekki sjálfkrafa matsskyld en byggt á 10. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum hefur framkvæmdaraðili óskað eftir því við Skipulagsstofnun að framkvæmd fari í mat á umhverfisáhrifum.
Kynning á tillögu að matsáætlun og athugasemdafrestur
Tillaga að matsáætlun landfyllingarinnar í Skerjafirði er birt á vefsíðum Skipulagsstofnunar og EFLU. Allir geta gert athugasemdir eða komið með ábendingar við tillögu að matsáætlun, og sendir Skipulagsstofnun auk þess tillöguna til ákveðinna lögbundinna umsagnaraðila.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 29. september 2020 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti.
Að loknum kynningartíma verður hafist handa við gerð frummatsskýrslu að teknu tilliti til ákvörðunar Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.