EFLA.is

Valmynd


Landmótun og stækkun Jaðarsvallar

Jaðarsvellir, Stækkun á jaðarsvelli, Golfklúbbur Akureyrar

Mat á umhverfisáhrifum haugsetningar, landmótunar og stækkunar á Jaðarsvelli.

Akureyrarbær hefur lagt fram frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum haugsetningar, landmótunar og stækkunar á Jaðarsvelli á Akureyri. 


Framkvæmdaraðili er Akureyrarbær en rekstraraðili Jaðarsvallar er Golfklúbbur Akureyrar. Í gildi er deiliskipulag fyrir Jaðarsvöll frá árinu 2011 sem gerir ráð fyrir stækkun vallarins.

Um verkefnið

Starfræktur hefur verið golfvöllur að Jaðri á Akureyri í hartnær hálfa öld en allt frá árinu 2007 hafa verið áform um stækkun vallarins samkvæmt samningi milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar.

Til stendur að flytja um 500.000 m3 af ómenguðum jarðvegi sem fellur til vegna jarðvegsskipta við uppbyggingu í bænum inn á land golfvallarins. Þar verður gengið frá jarðveginum jafnóðum og hann mótaður að hönnun stækkunar golfvallarins. Framkvæmdartími er um 20-30 ár, allt eftir hraða framkvæmda í bænum og því hver eftirspurn eftir stækkun golfvallarins verður. Á svæðinu er þegar leyfi fyrir moldarlosun á 49.000 m3 og hefur hluti þeirrar heimildar nú þegar verið nýttur. Frágangur svæðisins verður í samræmi við frágangsáætlun og hönnun golfvallar.

Vegna umfangs haugsetningar fellur framkvæmdin undir flokk A skv. lið 2.01 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er því ávallt matsskyld: „Efnistaka og/eða haugsetning á landi eða úr hafsbotni þar sem áætlað er að raska 50.000 m² svæði eða stærra eða efnismagn er 150.000 m³ eða meira“.

Í ferlinu í er lagt mat á eftirtalda þætti: Gróður og vistlendi, fuglalíf, landslag og ásýnd lands, samfélag, loftgæði, hljóðvist og menningarminjar.

Skjöl

Frummatsskýrsla

Tillaga að matsáætlun 

Drög að tillögu að matsáætlun


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica