Laxeldi á Kópaskeri
EFLA sér um mat á umhverfisáhrifum vegna áforma Rifóss hf. um byggingu á laxeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri.
Um verkefnið
Fyrirhuguð eldisstöð verður staðsett syðst á Röndinni við ósa Snartarstaðalækjar og er gert ráð fyrir að ársframleiðsla eldisstöðvarinnar verði um 6.400 tonn. Seiðin verða framleidd í seiðaeldisstöð í Kelduhverfi og flutt á Kópasker þegar þau verða orðin um 70 g að þyngd. Seiðin verða svo flutt í sjókvíar Fiskeldis Austfjarða í Berufirði og Fáskrúðsfirði þegar þau ná 300 – 1.000 g að þyngd.
Kynning á umhverfismatsskýrslu
Umhverfismatsskýrska liggur frammi til kynningar frá 24. mars 2022 til 11. maí 2022 á skrifstofu Norðurþings. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar og EFLU (sjá undir skjöl neðst á síðu).Athugasemdafrestur
Kynningartími stendur frá 24. mars 2022 til 11. maí 2022. Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir á kynningartíma. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 11. maí 2022 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti.