EFLA.is

Valmynd


Laxeldi í Vestmannaeyjum

EFLA sér um mat á umhverfisáhrifum vegna áforma Sjálfbærs fiskeldis í Eyjum ehf. um byggingu á laxeldisstöð Í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum.

Um verkefnið

Fyrirhuguð eldisstöð mun standa í Viðlagafjöru, sem er staðsett austarlega í Heimaey og er gert ráð fyrir að ársframleiðsla eldisstöðvarinnar verði um 10.000 tonn. Seiði verða flutt með tankbílum frá eldisstöð í landi að frumeldiskerum í Vestmannaeyjum og verða seiðin um 100-120 gr að þyngd við komu. Gert er ráð fyrir aðstöðu til slátrunar, vinnslu á fiskum og pökkunar á staðnum. Eldisstöðin verður byggð í áföngum og er gert ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði ársframleiðsla stöðvarinnar um 5.300 tonn laxfiska.

Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að ala laxaseiði og skapa rými fyrir iðnað í formi fiskeldis í Vestmannaeyjum. Fiskeldi fellur vel að þekkingu og reynslu Eyjamanna í framleiðslu og sölu á fiski auk þess sem innviðir, með tilliti til þjónustu og flutninga, eru allir til staðar. Með verkefninu skapast talsvert af störfum á svæðinu auk afleiddra starfa en einnig geta ýmis afleidd tækifæri sprottið af verkefninu.

Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum fellur framkvæmdin undir flokk A, þ.e. framkvæmd sem ávallt er háð umhverfismati, með vísan til tölulið 10.24 í 1. viðauka laganna.

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun eru nú birt til kynningar um rúmlega tveggja vikna skeið, frá 14. apríl til og með 31. apríl 2021. Á þessu tímabili gefst almenningi tækifæri til að koma með athugasemdir við tillöguna.

Athugasemdafrestur er frá 14. apríl til og með 31. apríl 2021.

Athugasemdirnar skal merkja „Eldisstöð í Viðlagafjöru“ og senda með tölvupósti á Aron Geir eða með bréfpósti á: 

EFLA 
Aron Geir Eggertsson
Lynghálsi 4
110 Reykjavík

Skjöl

Tillaga

Tillaga að matsáætlun

Drög

Drög að tillögu að matsáætlun


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica