Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
Jökla, Jökulsá á Dal
Landeigandi Litlabakka í Hróarstungu hyggst vinna allt að 250.000 m3 af efni á allt að 40 ha landsvæði á áreyrum Jöklu á landareign sinni. EFLU hefur verið falið að leggja mat á umhverfisáhrif vegna framkvæmdanna.
Efnistaka á þeim stað hefur átt sér stað í áratugi en nú stendur til að stækka vinnslusvæði efnistökusvæðisins og er nauðsynlegt að fjalla um viðbótina í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Um verkefnið
Náman er í landi Litlabakka við Hróarstunguveg nr. 925, um 7,5 km norðan við þjóðvegsbrúna yfir Jökulsá á Dal. Efni úr námunni er aðallega nýtt steypu og vegklæðningar á mið-Austurlandi. Til stendur að vinna allt að 250.000 m3 á næstu 25 árum, að meðaltali um 10.000 m3 á ári.Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun
Drög að tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd hafa nú verið lögð fram til kynningar. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir.
Athugasemdafrestur er frá 5. febrúar til og með 22. febrúar 2021.
Athugasemdir skal merkja „Litlibakki - Efnistaka“ og senda með tölvupósti til Snævarrs Arnar eða með bréfpósti á:
EFLA verkfræðistofa
B.t. Snævarrs Arnar Georgssonar
Glerárgata 32
600 Akureyri