EFLA.is

Valmynd


Múli - vindorkugarður

Hvammur, Borgarbyggð, vindmyllur, Qair Iceland

Fyrirtækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa um 78-95 MW vindorkugarð innan 3.528 ha svæðis að Hvammi í Borgarbyggð og kallast verkefnið Múli. Gert er ráð fyrir að reistar verði 13-17 vindmyllur.

Framkvæmdin er matsskyld skv. lið 3.02 í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Matsáætlun er nú birt til kynningar um fjögurra vikna skeið, frá 27. janúar til 25. febrúar 2022. Á þessu tímabili gefst almenningi tækifæri til að koma með athugasemdir við áætlunina og samhliða því mun Skipulagsstofnun leita umsagna lögboðinna umsagnaraðila.

Í matsáætlun er fjallað um fyrirhugaða framkvæmd og tilgreint hvernig áætlað er að standa að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umhverfisþættirnir sem teknir verða til skoðunar í matinu eru lífríki, jarðminjar, menningarminjar, hljóðvist, landslag og ásýnd, og samfélag og ferðaþjónusta.

Kynningarfundur um verkefnið

Kynningarfundur fyrir verkefnið var haldinn 10. febrúar 2022 og var hann sendur út rafrænt á vef EFLU. Á fundinum var fyrirtækið Qair Iceland ehf., framkvæmdaaðili þessa verkefnis, kynnt auk þess að fulltrúar frá EFLU sögðu frá þeirri vinnu sem er framundan. 

Athugasemdarfrestur

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. febrúar 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti.

Skjöl

Matsáætlun



  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica