EFLA.is

Valmynd


Ofanflóðavarnir í Norðfirði: Nesgil og Bakkagil

EFLA hefur, fyrir hönd Fjarðabyggðar, lagt fram tvær frummatsskýrslur vegna ofanflóðavarna á Norðfirði, annars vegar neðan Nesgils og Bakkagils, og hins vegar neðan Urðarbotns og Sniðgils. 

Um verkefnið

Um er að ræða ný ofanflóðamannvirkja undir Nes- og Bakkagiljum á Norðfirði, sem koma til viðbótar við þau sem fyrir eru á Norðfirði, undir Tröllagiljum og undir Drangagili. Samhliða undirbúningi þessara varnarmannvirkja er einnig að hefjast undirbúningur varnarmannvirkja neðan Urðarbotns og Sniðgils, þar sem einnig er gert ráð fyrir varnargarði og keilum. Mat á umhverfisáhrifum þessara tveggja verkefna voru unnin samhliða, en í aðskildum frummatsskýrslum. 

Framkvæmdin undir Nesgili og Bakkagili felur í sér að reistur verði einn 550 m langur og 14-20 m hár garður, og að ofan hans verði tvær raðir af 10 m háum keilum, 20 samtals með 3 m x 10 m breiðum toppum. 

Varnarvirkjunum er ætlað að verja 122 íbúðir/hús.Drög að tillögu að matsáætlun voru kynnt almenningi um tveggja vikna skeið í september og október 2015, og nú liggur frummatsskýrsla frammi. Í henni er lagt mat á áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti: Gróður, fuglalíf, fornleifar, vatnsvernd, snjósöfnun, samfélagsleg áhrif (efnisleg verðmæti, öryggi íbúa og skipulag; ásýnd og landslag; og útivist), umhverfisáhrif athafna á framkvæmdatíma (áhrif á hljóðvist; áhrif vegna sprenginga; og áhrif vegna umferðar), jarðfræði og jarðmyndanir, og náttúruminjar. Jafnframt er lagt mat á sameiginleg áhrif allra varnarvirkjanna sem komin eru og fyrirhuguð eru á Norðfirði.

Skjöl

Matsskýrsla

Matsskýrsla
Álit Skipulagsstofnunar

Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla
Viðauki 1
Viðauki 2
Viðauki 3
Viðauki 4
Viðauki 5

Viðauki 6

Matsáætlun

Ákvörðun Skipulagsstofnunar

Nesgil og Bakkagil

Drög að tillögu að matsáætlun


Nesgil og Bakkagil


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica