EFLA.is

Valmynd


Ofanflóðavarnir Norðfirði - Urðarbotn og Sniðgil

Um er að ræða ný ofanflóðamannvirki undir Urðarbotni og Sniðgili á Norðfirði, sem koma til viðbótar við þau sem fyrir eru á Norðfirði, undir Tröllagiljum og undir Drangagili. Samhliða undirbúningi þessara varnarmannvirkja er einnig að hefjast undirbúningur varnarmannvirkja neðan Nes- og Bakkagilja, þar sem einnig er gert ráð fyrir varnargarði og keilum. Mat á umhverfisáhrifum þessara tveggja verkefna mun verða unnið samhliða, en í aðskildum frummatsskýrslum.

Um verkefnið

Framkvæmdin undir Urðarbotni og Sniðgili felur í sér að reistur verði 350 m langur og 12-17 m hár garður, sem nái upp að þvergarði neðan Drangagils, að ofan hans verði reistar 16 8 m háar keilur, sem ætlað er að draga úr þunga flóða áður en þau lenda á garðinum. Varnarvirkjunum er ætlað að verja 127 íbúðir/hús sem standa innan hættusvæða C og B gegn ofanflóðum úr Fjallinu.

Drög að tillögu að matsáætlun voru kynnt almenningi um tveggja vikna skeið í september og október 2015, og nú liggur frummatsskýrsla frammi. Í henni er lagt mat á áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti: Gróður, fuglalíf, fornleifar, vatnsvernd, snjósöfnun, samfélagsleg áhrif (efnisleg verðmæti, öryggi íbúa og skipulag; ásýnd og landslag; og útivist), umhverfisáhrif athafna á framkvæmdatíma (áhrif á hljóðvist; áhrif vegna sprenginga; og áhrif vegna umferðar), jarðfræði og jarðmyndanir, og náttúruminjar. Jafnframt er lagt mat á sameiginleg áhrif allra varnarvirkjanna sem komin eru og fyrirhuguð eru á Norðfirði.

Frummatsskýrslur í kynningu - 10.03.2016

Frestur til að gera athugasemdir við frummatsskýrsluna er til 26. apríl 2016

EFLA verkfræðistofa hefur, fyrir hönd Fjarðabyggðar, lagt fram tvær frummatsskýrslur vegna ofanflóðavarna á Norðfirði, annars vegar neðan Nesgils og Bakkagils, og hins vegar neðan Urðarbotns og Sniðgils. Um er að ræða tvenn varnarvirki sem koma til viðbótar við þau sem fyrir eru á Norðfirði, undir Tröllagiljum og undir Drangagili.

Frummatsskýrslurnar liggja frammi til kynningar frá 10. mars 2016 til 26. apríl 2016 hjá Skipulagsstofnun, á heimasíðu EFLU verkfræðistofu og á heimasíðu Fjarðabyggðar. Allir hafa rétt til að kynna sér skýrslurnar og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. apríl 2016 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík.

Skjöl

Matsskýrsla

Matsskýrsla

Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla
Viðauki 1
Viðauki 2
Viðauki 3
Viðauki 4
Viðauki 5
Viðauki 6

Matsáætlun

Ákvörðun Skipulagsstofnunar
Urðarbotn og Sniðgil

Drög að tillögu að matsáætlun

Urðarbotn og Sniðgil

  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica