Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
Mosfellsbær áformar að bjóða út efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla jarðefnis og fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu.
Um verkefnið
Efni hefur verið unnið í Seljadalsnámu með hléum frá árinu 1986. Umhverfismat fyrir námuna hefur áður farið fram og lauk því með áliti Skipulagsstofnunar árið 2014. Nú stendur til að stækka vinnslusvæði námunnar og er nauðsynlegt að fjalla um viðbótina í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun
Drög að tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd hafa nú verið lögð fram til kynningar. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir.
Athugasemdafrestur er frá 31. júlí til og með 14. ágúst 2020.
Athugasemdir skal merkja „Seljadalsnáma - Efnistaka“ og senda með tölvupósti til Önnu Rutar eða
með bréfpósti á:
EFLA verkfræðistofa
B.t. Önnu Rutar Arnardóttur
Lyngháls 4
110 Reykjavík