EFLA.is

Valmynd


Sprengisandslína 220kV háspennulína

Landsnet undirbýr lagningu háspennulínu um Sprengisand. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum og er vinna við mat á umhverfisáhrifum hafin. Nú eru kynnt drög að tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat Sprengisandslínu. Samhliða vinnur Vegagerðin að undirbúningi umhverfismats nýrrar Sprengisandsleiðar.

Um verkefnið

Um er að ræða nýja 220 kV háspennulínu, frá tengistað við Langöldu á Landmannaafrétti að áætluðu tengivirki við Eyjadalsá vestan Bárðardals, og er heildarlengd hennar um 195 km. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta raforkukerfi landsins, auka flutningsgetu þess, öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku.

Núverandi byggðalína, sem var reist í áföngum frá 1972 til 1984, er 927 km langt 132 kV hringtengt línukerfi sem nær frá Brennimel í Hvalfirði að Sigölduvirkjun. Um árabil hafa flutningstakmarkanir og óstöðugleiki verið mikið vandamál í rekstri línunnar og skerðingar á orkuafhendingu eru orðnar tíðari. Nú er svo komið að ástandið hamlar atvinnuuppbyggingu og afhendingaröryggi raforku á landinu.

Í  kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2014-2023 er tenging frá Suðurlandi til Norðurlands, sem ætlað er að bæta fyrir ofangreinda annmarka í flutningskerfinu, sett fram í tveimur valkostum af þremur. Þar er lína um Sprengisand mikilvægur hlekkur. Í samanburði við aðrar lausnir er tenging frá raforkuvinnslukjarnanum á Suðurlandi við norðurhluta landsins talin áhrifaríkasta styrking raforkukerfisins.

Um tilgang matsáætlunar

Matsáætlun er verkefnisáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum. Í henni er fyrirhugaðri framkvæmd, valkostum og framkvæmdarsvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur mats á umhverfisáhrifum. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matsvinnuna og hvaða viðbótargagna þurfi að afla vegna verkefnisins.

Í frummatsskýrslu verður lagt mat á áhrif framkvæmdar á eftirfarandi þætti: Gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, fornleifar, svæði á náttúruminjaskrá og náttúruverndaráætlun, víðerni, neysluvatn og vatnsvernd. Þá verða einnig metin áhrif framkvæmdarinnar á landslag og ásýnd, félagslega og hagræna þætti, þ.m.t. samfélag, ferðamennsku, náttúruvá og öryggismál.

Kynning draga og tillögu að matsáætlun og athugasemdafrestur

Drög að tillögu að matsáætlun Sprengisandslínu eru birt til kynningar hér á heimasíðu Landsnets. Allir geta gert athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun. Senda skal athugasemdir fyrir 20. nóvember 2014 til verkefnisstjóra umhverfismatsins, Gísla Gíslasonar hjá Steinsholti sf., Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hellu, eða á netfangið gisli@steinsholtsf.is .erkja skal athugasemdir: Sprengisandslína, mat á umhverfisáhrifum.

Að loknum kynningartíma verður lokið við tillögu að matsáætlun með tilliti til þeirra athugasemda sem berast og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Opið hús

Vegagerðin og Landsnet hafa haft samstarf um leiðaval vegna Sprengisandsleiðar og Sprengisands-línu, en mat á umhverfisáhrifum fyrir Sprengisandsleið, veg F26, er einnig að hefjast. Vegagerðin og Landsnet standa sameiginlega að kynningarfundum um matsáætlanir þessara verkefna. Opið hús verður

  • þriðjudaginn 4. nóvember 2014 í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit kl. 18:00-22:00
  • miðvikudaginn 5. nóvember 2014 hjá Steinsholti sf., Suðurlandsvegi 1-3, Hellu kl. 16:00-20:00 

Þar verða drög að tillögu að matsáætlun kynnt með útprentuðum gögnum og upplýsingum á skjá. Fulltrúar frá Landsneti, Vegagerðinni og ráðgjöfum verða á staðnum til að svara fyrirspurnum og ræða við gesti.

Forathugun

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi var unnin sem undanfari breytinga á skipulagi og umhverfismats og hugsuð sem fyrsta upplegg til umræðu um valkosti. Sjá skýrslur um forathugunina:

Forathugun á Holtamannaafréttir – skýrsla
Forathugun á Bárðdælaafrétti – skýrsla

Skjöl

Drög að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica