EFLA.is

Valmynd


Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

Matfugl ehf. áformar að stækka kjúklingabú sitt að Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit úr 84 þúsund stæðum í allt að 192.000 stæði með byggingu fjögurra nýrra kjúklingahúsa austan við núverandi eldishús.

Um verkefnið

Framkvæmdin er matsskyld skv. tölulið 1.09 i. (Þauleldi alifugla og svína með að minnsta kosti 85.000 stæði fyrir kjúklinga eða 60.000 fyrir hænur) í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin fellur undir flokk A, þ.e. framkvæmdir sem ávallt eru háðar mat á umhverfisáhrifum.

Í frummatsskýrslu verður lögð megináhersla á þá umhverfisþætti sem fjallað hefur verið um við sambærilegar framkvæmdir framkvæmdaraðila, þ.e. í mati á umhverfisáhrifum fyrir stækkun kjúklingabús Matfugls á Melavöllum á Kjalarnesi frá árinu 2009.

Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki Hvalfjarðarsveit. Tillaga að matsáætlun tekin til meðferðar hjá Skipulagsstofunun

Skipulagsstofnun hefur tekið til meðferðar tillögu Matfugls ehf. að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit og er hún nú aðgengileg almenningi og hagsmunaaðilum.
Tillagan liggur frammi til kynningar hjá Skipulagsstofnun og á heimasíðu EFLU verkfræðistofu. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík eigi síðar en 5. desember 2016. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Hvalfjarðarsveitar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Matvælastofnunar (MAST), Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar.

Skjöl

Tillaga að matsáætlun

Tillaga að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica