EFLA.is

Valmynd


Stekkjarvík - aukning á urðun

Norðurá bs. undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, Blönduósi úr að hámarki 21.000 tonnum á ári hverju í 30.000 tonn, eða um samtals 9.000 tonn á ári. Ekki er um að ræða aukningu á heildarmagni úrgangs sem urðaður verður í Stekkjarvík.

Um tilgang matsáætlunar

Matsáætlun er verkefnisáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum. Í henni er fyrirhugaðri framkvæmd, valkostum og framkvæmdarsvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur mats á umhverfisáhrifum. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matsvinnuna og hvaða viðbótargagna þurfi að afla vegna verkefnisins. 

Í frummatsskýrslu verður lagt mat á áhrif framkvæmdar á eftirfarandi þætti: Landslag og sjónræn áhrif; loft og hætta - gasmyndun; loft – lyktarmál; vatn og jarðvegur, þ.m.t. sigvatn; hljóðvist; hreinlæti – fok úrgangs og annarra efna; hreinlæti og hætta – fuglar og meindýr; samfélag og umferð.

Kynning á tillögu að matsáætlun og athugasemdafrestur

Tillaga að matsáætlun aukningar urðunarinnar er birt á vefsíðum Skipulagsstofnunar og EFLU. Allir geta gert athugasemdir eða komið með ábendingar við tillögu að matsáætlun, og sendir Skipulagsstofnun auk þess tillöguna til ákveðinna umsagnaraðila.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. apríl 2019 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Að loknum kynningartíma verður hafist handa við gerð frummatsskýrslu, að teknu tilliti til ákvörðunar Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Skjöl 

Tillaga að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun 


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica