EFLA.is

Valmynd


Tenging Hólasands og Akureyrar - Hólasandslína 3

Hólasandslína, Hólasandur

Landsnet hefur lagt fram frummatsskýrslu fyrir Hólasandslínu 3 til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

Um verkefnið

Markmið framkvæmdarinnar er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi.

Skipulagsstofnun féllst á tillögu að matsáætlun með athugasemdum í janúar 2018. Síðan þá hefur staðið yfir vinna við skoðun valkosta í samráði við sveitarfélög, landeigendur og aðra hagsmunaaðila og gerð frummatsskýrslu þar sem áhrifum framkvæmdarinnar er lýst.

Aðalvalkostur felur í sér byggingu 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, milli tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri og nýs tengivirkis á Hólasandi, alls 72 km leið. Fyrstu 10 km línuleiðarinnar verða lagðir í jörð.

Jarðstrengurinn saman stendur af tveimur strengsettum sem lögð verða í áföngum í sitt hvort skurðstæðið, með slóð á milli, í að meðaltali um 17 m breiðu belti. Loftlínan er borin uppi af 185 M-röramöstrum. Meðalhæð mastra er 23 m og meðalbil milli mastra er 337 m. Framkvæmdinni fylgir lagning um 30 km af nýjum slóðum en einnig verða eldri slóðir nýttar og styrktar. Þörf fyrir fyllingarefni er metin 267.000 m3.

Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. 

Í frummatsskýrslunni er lagt mat eftirtalda þætti: Gróður og vistgerðir, fugla, vatnalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist og ferðamennsku, fornleifar, náttúruverndarsvæði, vatnsvernd og neysluvatn, landnotkun og skipulag, flugöryggi og heilsu og öryggi.

Kynning frummatsskýrslu

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. nóvember til 21. desember 2018 á eftirtöldum stöðum: Í ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar Geislagötu 9, á skrifstofum Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Frummatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðum Skipulagsstofnunar, Landsnets og EFLU (sjá neðar í greininni).

Athugasemdafrestur

Kynningartími stendur yfir í 6 vikur eða frá 9. nóvember til 21. desember 2018. Athugasemdir við frummatsskýrslu skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 21. desember 2018 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti.


Á vef Skipulagsstofnunar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.


Athugasemdafrestur er til og með 21. desember 2018

Skjöl

Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla 

Frummatsskýrsla | Samantekt

Mynda- og kortahefti

Loftmyndakort

Fornminjakort

Vistgerðakort

Vatnsvernd og náttúruvernd kort

Sýnileikagreining og myndstaðir

Líkanmyndir í Eyjafirði

Líkanmyndir í Fnjóskadal

Líkanmyndir í Bárðardal

Líkanmyndir í Reykja- og Laxárdal

Líkanmyndir á Hólasandi

Viðaukar


1 Gróðurfar

2 Fuglar

3 Vatnalíf

4 Landslag og ásýnd

5 Útivist og ferðamennska

6 Fornleifar

7 Flugöryggi

8 Heilsa og öryggi

9 Val á jarðstreng í Eyjafirði

Tillaga að matsáætlun

Tillaga að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun

  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica