EFLA.is

Valmynd


Tenging Hólmsár - og Búlandsvirkjana

Landsnet hf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna tengingar Hólmsár- og Búlandsvirkjana með háspennulínum, Skaftárhreppi. Tillaga að matsáætlun liggur frammi til kynningar frá 23. nóvember til 9. desember 2011 hjá Skipulagsstofnun og á netinu á www.skipulagsstofnun.is, www.efla.is og www.landsnet.is.

Um verkefnið

Í Skaftártungu er til athugunar uppbygging tveggja vatnsaflsvirkjana; Hólmsárvirkjunar og Búlandsvirkjunar. Verði af annarri hvorri framkvæmdinni eða báðum ber Landsneti hf að tryggja tengingu þeirra við raforkukerfið. Framkvæmdin felur í sér nýbyggingu háspennulína frá fyrirhuguðum stöðvarhúsum Hólmsár- og Búlandsvirkjana. Lagðar verða annaðhvort 132 kV eða 220 kV línur, háð tilhögun virkjana. Einnig er lagður fram sá valkostur að leggja tvær samhliða línur frá Búlandsvirkjun norður að tengipunkti við Fremri-Tólfahringa.

Háspennulínurnar eru matsskyldar skv. 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum, þar sem taldar eru upp framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum.

Í matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd, valkostum og framkvæmdasvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur mats á umhverfisáhrifum. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matsvinnuna og hvaða gagnaöflun er yfirstandandi eða fyrirhuguð.

Í frummatsskýrslu verða áhrif framkvæmdar á eftirfarandi þætti metin: Gróður, fuglalíf, jarðfræði og jarðmyndanir, landslag og sjónræna þætti, útivist og ferðamennsku, fornleifar, neysluvatn og vatnsvernd, og náttúruvá.

Allir hafa rétt til að kynna sér tillöguna og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. desember 2011 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.

Skjöl

Matsáætlun

Tillaga að matsáætlun

Kort

Drög að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun

Kort



  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica