EFLA.is

Valmynd


Þorlákshafnarlínur 2 og 3, 220 kV

Landsnet hf hyggst byggja tvær 220 kV háspennulínur milli Hellisheiðar og Þorlákshafnar til að mæta fyrirhugaðri orkuþörf vegna iðnaðaruppbyggingar í Þorlákshöfn.

Um verkefnið

Megin forsendur Landsnets fyrir framkvæmdinni eru fyrirætlanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þorlákshöfn og fyrirhuguð sala raforku af háspennukerfinu.

Til að uppfylla afhendingaröryggi er fyrirhugað að leggja tvær línur. Önnur línan yrði lögð frá tengivirki við Kolviðarhól og hin frá fyrirhuguðu tengivirki á Hellisheiði. Lagðir eru fram tveir valkostir að legu línunnar frá tengivirki á Hellisheiði, og þrír valkostir að legu línu frá tengivirki við Kolviðarhól.

Háspennulínurnar eru matsskyldar skv. 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum, þar sem taldar eru upp framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum. Verkfræðistofan Línuhönnun verkstýrir mati á umhverfisáhrifum fyrir hönd framkvæmdaraðila. Vinna við mat á umhverfisáhrifum er hafin.

Stefnt er að því að framkvæmdir við línurnar geti hafist haustið 2009 og að þeim verði lokið árið 2010. Þessar tímasetningar geta þó breyst.

Skjöl

Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla

Mynda og kortakerfi 1.hluti

Mynda og kortakerfi 2.hluti

Mynda og kortakerfi 3.hluti

Viðaukahefti

Matsáætlun

Ákvörðun Skipulagsst.

Tillaga að matsáætlun

Viðaukar

Drög að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun

Viðauki



  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica