EFLA.is

Valmynd


Urðunarstaður og efnistaka Sölvabakka

Til að mæta brýnni þörf fyrir nýjan urðunarstað í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði hefur byggðarsamlagið Norðurá bs. leitað að hentugum stað fyrir urðun.

Um verkefnið

Urða þarf þann hluta úrgangs sem til fellur á þjónustusvæðinu sem ekki er flokkaður og fer í endurnotkun, endurnýtingu eða endurvinnslu. Norðurá bs. hefur nú fengið heimild landeigenda á Sölvabakka á Refasveit í Blönduósbæ til að opna þar nýjan og fullkominn urðunarstað. Í þessari frummatsskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif þessa urðunarstaðar.

Lýsing framkvæmdar

Urðunarstaðurinn mun geta tekið við allt að 21.000 tonnum af almennum úrgangi á ári en í dag falla til á svæðinu nálægt 16.000 tonnum árlega vegna rúmlega 6.000 íbúa, rekstrar og iðnaðar. Þá er einnig gert ráð fyrir að hægt sé að taka við úrgangi frá sveitarfélögum utan Norðurár bs. Urðunarstaðurinn mun uppfylla nýjar kröfur reglugerðar um urðun og rekstur sem núverandi urðunarstaðir á starfssvæði Norðurár bs. uppfylla ekki. Urðunarhólf verður að öllu leyti fellt undir núverandi landyfirborð en ekki byggt upp úr landinu eins og venja er. Landinu verður að rekstri loknum skilað í sem allra líkustu svipmóti og það er í dag og eftir að úrgangur hefur náð fullu jafnvægi við umhverfi ættu nánast engin ummerki að verða þar um starfsemina. Þetta leiðir einnig til þess að ýmis áhrif og ónæði sem oft fylgja urðunarstöðum verða lágmörkuð en nýting lands um leið hámörkuð. Verulega dregur þannig t.d. úr sjónrænum áhrifum, hættu á foki úrgangs og ryks og hljóðmengun. Til að draga úr hættu á mengun jarðvegs og vatns verður söfnunarkerfi fyrir sigvatn í urðunarhólfi og það leitt í gegnum hreinsun fyrir losun í viðtaka. Sveitarfélögin sem standa að Norðurá bs. stefna að því dregið sé jafnt og þétt úr urðun lífræns úrgangs með aukinni flokkun og endurvinnslu sem aftur leiðir til þess að verulega dregur úr gasmyndun á urðunarstað og þeim umhverfisáhrifum sem af því leiðir. Metangasi sem myndast verður safnað til brennslu. Allar aðstæður þykja mjög góðar fyrir uppbyggingu og hagkvæman og góðan rekstur urðunarstaðar á Sölvabakka. Mikið af möl og sandi verða til við gerð urðunarhólfs sem sett verða á lager á lóð og síðan nýtt í nálægar framkvæmdir.

Mat á umhverfisáhrifum

Í matsvinnunni var megin áhersla lögð á eftirtalda þætti: landslag og sjónræn áhrif, áhrif af gasmyndun, hættu á mengun jarðvegs og vatns, áhrif á fugla, gróðurfar, fornleifar, hljóðvist og hreinlæti, svæði á náttúruminjaskrá eða náttúruverndaráætlun, áhrif á samfélag, landnotkun, umferð, útivist og ferðamennsku.

Skjöl

Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla


  • Múli - vindorkugarður
  • Vikurnám á Mýrdalssandi
  • Laxeldi í Vestmannaeyjum
  • Litlibakki í Hróarstungu - efnistaka
  • Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka
  • Hjálmholtsnáma í Merkurhrauni
  • Laxeldi á Kópaskeri
  • Vindorkugarður að Hnotasteini
  • Sundahöfn - umhverfismat
  • Seljadalsnáma í Mosfellsbæ
  • Landfylling í Skerjafirði
  • Breikkun Suðurlandsvegar
  • Breikkun Vesturlandsvegar
  • Eldisstöð Ísþórs - Þorlákshöfn
  • Hreinsistöð fráveitu á Selfossi
  • Stekkjarvík - aukning á urðun
  • Stjörnuegg – Endurnýjun og aukning framleiðslugetu
  • Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit

efla.is

  • Þjónusta
  • Verkefni
  • Um EFLU
  • Starfsfólk
  • Blogg

Leita á vefnum


Ísland Norge Worldwide

EFLA

Lyngháls 4
110 Reykjavík
Ísland
Sími: +354 412 6000
efla@efla.is
Kt: 621079-0189
Opnunartími: mán. – fös. 8:00 – 16:00

EFLU er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar.

Loka

EFLA á Facebook EFLA á LinkedIn EFLA á Instagram EFLA á Twitter EFLA á YouTube
  • Hafa samband
  • Starfsfólk
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Persónuvernd

Ísland Norge Worldwide
Jafnlaunavottun 2022-2025 Umhverfisviðurkenning 2019 Framúrskarandi samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtæki 2010–2021 BSI
Þetta vefsvæði byggir á Eplica