EFLA í sjávarútvegi
EFLA er sjávarútveginum innan handar og veitir sérsniðnar lausnir á sjó og landi. Sérfræðingar okkar hafa komið að fjölbreyttum viðfangsefnum tengdum uppsjávarvinnslu, fiskeldi, bolfisksvinnslu, umhverfismálum, hafnarskipulagi, fiskimjöls- og lýsisframleiðslu, stjórn- og eftirlitskerfum ásamt véla- og vinnslukerfum.
Tengiliður
Brynjar Bragason Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6058 / +354 665 6058 Netfang: brynjar.bragason@efla.is Reykjavík
Landtengingar skipa
Orkuskipti í íslenskum höfnum er eitt af þeim verkefnum sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í tengslum við loftslagsaðgerðir. EFLA hefur unnið að lausnum varðandi landtengingu rafmagns í skipum, og er ávinningurinn af slíku bæði fjárhagslegur og umhverfislegur.
Þjónustusvið
- Þarfagreining
- Tæknilegar forsendur skilgreindar
- Hönnun rafkerfis
- Hönnun og útfærsla tengibúnaðar við skip
Tengiliður
Brynjólfur Smárason Rafmagnstæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6060 / +354 665 6060 Netfang: brynjolfur.smarason@efla.is Reykjavík
Skilvirkni með sjálfvirkni
Aukin skilvirkni framleiðslulína næst með aukinni sjálfvirkni og bættri nýtingu. Verðmætasköpun af slíku er umtalsverð, t.d. meiri afkastageta og aukin arðsemi. EFLA veitir alhliða ráðgjöf og aðstoðar við val á sjálfvirknilausnum sem henta viðskiptavininum best.
Þjónustusvið
- Þarfagreining
- Lausnamiðuð ráðgjöf
- Tillögur að úrbótum
- Vélahönnun
- Rafmagnshönnun
- Forritun
- Uppsetning og samþætting búnaðar
Tengiliður
Skúli Björn Jónsson Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6193 / +354 665 6193 Netfang: skuli.jonsson@efla.is Reykjavík
Stjórn- og eftirlitskerfi
Áreiðanleiki framleiðsluferla er mikilvægur og því getur hröð greining á orsökum bilana sparað háar fjárhæðir. Skýr framsetning á upplýsingum frá stjórn- og eftirlitskerfum tryggir yfirsýn framleiðsluferla og styttir viðbragðstíma við greiningu þegar bilanir verða.Þjónustusvið
- Hönnun stýringa og stýrikerfa og kerfisuppbyggingu
- Forritun, prófanir og tengingar skjákerfa
- Prófunarlýsingar og prófunarskjöl
- Þarfagreining á skjákerfislausnum
- Innleiðing sjálfvirkniferla
- Gerð útboðsgagna
- Kennsla og þjálfun
- Val á hug- og vélbúnaði
- Öryggisgreining á stjórn- og framleiðslukerfum
- Viðhaldsstjórnun
Tengiliður
Anna Kristín Hjartardóttir Arkitekt M.Sc. Sími: +354 412 6039 / +354 665 6039 Netfang: anna.kristin.hjartardottir@efla.is Reykjavík
Öryggi og heilsa starfsmanna
Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum ber atvinnurekandi ábyrgð á því að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum.
Þjónustusvið
- Gerð áhættumats starfa
- Öryggisstjórnun og stjórnun vinnuverndarmála
- Þjálfun og fræðsla um öryggismál
- Reglulegt öryggiseftirlit í fyrirtækjum og í verklegum framkvæmdum
- Mat á loftgæðum og góðri innivist
- Lýsingarhönnun og birtustýring
- Meðhöndlun og stjórnun efna
- Eftirlit með CE merkingum véla, rafbúnaðar og öryggishlutastýrikerfa
- Gerð öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisáætlunar
- Innleiðing viðhaldskerfa
Tengiliður
Jón Heiðar Ríkharðsson Vélaverkfræðingur C.S. / MBA Sími: +354 412 6287 / +354 665 6287 Netfang: jon.heidar.rikhardsson@efla.is Reykjavík
Fiskeldi
Eldi á fiski og skeldýrum hefur vaxið hratt á heimsvísu síðustu ár. Með nýjum aðferðum og aukinni tækniþekkingu í fiskeldi hafa afköst aukist og neikvæð umhverfisáhrif minnkað. Mikil fjárfesting hefur átt sér stað í greininni og uppbygging er undir stöðugu eftirliti þar sem strangar umhverfiskröfur eru gerðar til fiskeldis.
Þjónustusvið
- Hönnun stjórn- og eftirlitskerfa
- Véla- og vinnslukerfi
- Hönnun hreinsikerfa
- Byggingahönnun
- Ráðgjöf vegna öryggis- og orkumála
- Orkunýting og orkuráðgjöf
Tengiliður
Helga J. Bjarnadóttir Efna- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6109 / +354 665 6109 Netfang: helga.j.bjarnadottir@efla.is Reykjavík
Umhverfismál
Í nútímasamfélagi er gerð sú krafa að fyrirtæki og opinberir aðilar taki ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið. Einn lykilþáttur í ábyrgum rekstri er virk umhverfisstjórnun. Það þýðir að fyrirtæki og sveitarfélög setji sér skýra stefnu í umhverfismálum og hagi starfseminni þannig að umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki.
Þjónustusvið
- Undirbúningur, ráðgjöf og innleiðing umhverfisstjórnunarkerfa
- Umhverfisúttektir og greining á lagalegum kröfum
- Ráðgjöf, hönnun og eftirfylgni mengunarvarna
- Umhverfisskýrslur, grænt bókhald, útstreymisbókhald og loftlagsbókhald
- Ráðgjöf vegna vistvænna innkaupa
- Framkvæmd innri úttekta
- Aðstoð við efnastjórnun
- Mat á umhverfisáhrifum
- Leyfis og skipulagsmál
Tengiliðir
Guðmundur Guðnason Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6086 / +354 665 6086 Netfang: gudmundur.gudnason@efla.is Reykjavík
Majid Eskafi Hafnarverkfræðingur Ph.D. Sími: +354 412 6313 / Netfang: majid.eskafi@efla.is Reykjavík
Hafnir og hafnarmannvirki
Hafnir og hafnarmannvirki gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og hagkerfinu. Skip eru að stækka og umfang fraktflutninga að aukast sem leiðir til meiri eftirspurnar og eflingu innviða, stækkun hafnamannvirkja og skilvirkari reksturs hafna. EFLA hefur mikla reynslu í hönnun, ráðgjöf og þjónusta á öllum stærðum og gerðum af hafnarframkvæmdum, bæði á Íslandi og erlendis.Þjónustusvið
- Skipulag hafna
- Hönnun hafnarmannvirkja
- Hönnun og hönnunararstjórnun samgönguverkefna
- Útboðsgagnagerð og kostnaðaráætlanir
- Öryggismál í höfnum
- Jarðtækni, dýpkun og landfyllingar
- Mat á umhverfisáhrifum
- Eftirlit
Tengiliður
Guðrún Jónsdóttir Hljóðverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6094 / +354 665 6094 Netfang: gudrun.jonsdottir@efla.is Reykjavík
Hljóðvistarráðgjöf og hávaðastjórnun
Mikilvægt er að stjórna og lágmarka hávaða í iðnaðarstarfsemi. Langvarandi vinna í hávaða hefur áhrif á afkastagetu og einbeitingu starfsmanna. Umhverfishávaði frá atvinnustarfsemi getur einnig verið vandamál og skv. íslenskum reglugerðum gilda takmörk á leyfilegri hávaðaútbreiðslu.
Þjónustusvið
- Kortlagning hávaða
- Mælingar á hljóðáraun
- Hönnun hljóðvarna
- Hljóðstigsmælingar innandyra, t.d. frá tækjabúnaði
- Hljóðstigsmælingar utandyra, t.d. frá atvinnustarfsemi
- Ómtímamælingar í rýmum þar sem glymjandi er mikill
- Högghljóðstigsmælingar og mælingar á hljóðleiðni
Tengiliður
Ólafur Ágúst Ingason Byggingarverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6170 / +354 665 6170 Netfang: olafur.ingason@efla.is Reykjavík
Brunavarnir og eldvarnaeftirlit
Traustar brunavarnir og eigið eldvarnareftirlit er mikilvægur þáttur í gæða- og öryggismálum fyrirtækja ásamt því sem reglugerðir kveða á um slíka skyldu. Tilgangurinn er að stuðla að traustum eldvörnum, tryggja virkni þeirra til að fyrirbyggja eignatjón og/eða manntjón og koma í veg fyrir röskun á högum og/eða rekstrarstöðvun af völdum bruna.
Þjónustusvið
- Brunahönnun bygginga og burðarvirkja
- Brunatæknilegar úttektir
- Eigið eldvarnaeftirlitsvefkerfi
- Fræðsla á sviði bruna- og öryggismála
- Brunavarnir loftræsikerfa
- Greining flóttaleiða og gerð rýmingaráætlana
- Gerð neyðar- og viðbragðsáætlana
- Hönnun brunaviðvörunarkerfa og vöktunarbúnaðar
- Hönnun sjálfvirkra vatnsúðakerfa
Tengiliður
Þröstur Thor Bragason Miðlunarfræðingur Cand.Sc. Sími: +354 412 6376 / +354 665 6376 Netfang: throstur.bragason@efla.is Reykjavík
Þrívídd og sýndarveruleiki
Sérfræðingar EFLU hafa margra ára reynslu í tæknilegum lausnum og framsetning þeirra í þrívíddargrafík vekur þær til lífsins, hvort sem er á tölvuskjá, snjalltæki eða í sýndarveruleika. Nákvæm þrívíddarmódel geta því verið mikilvægur grunnur að vel heppnuðum verkefnum.
Þjónustusvið
- Hreyfimyndagrafík
- Sýndar- og viðbættur veruleiki
- Þrívíddarmódelsmíði
- Verkfræði- og hönnunaraðstoð
Tengiliðir
Júlíus Karlsson Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6144 / +354 665 6144 Netfang: julius.karlsson@efla.is Reykjavík
Einar Andresson Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. - Svæðisstjóri Sími: +354 412 6068 / +354 665 6068 Netfang: einar.andresson@efla.is Egilsstaðir
Byggingarstjórnun
EFLA hefur víðtæka reynslu af stýringu byggingarframkvæmda ásamt því að sinna gæðaeftirliti. Við tökum að okkur byggingarstjórnun mannvirkja og gætum þess að byggt sé eftir hönnun og að unnið sé samkvæmt verklýsingum.
Þjónustusvið
- Verkefnastjórnun
- Byggingarstjórn
- Eftirlit
- Kostnaðaráætlanir
- Gerð útboðsgagna
- Öryggismál