Austurland
  • EFLA Austurland

Austurland

Egilsstaðir, Þórshöfn, Reyðarfjörður, Dótturfélag, Svæðisskrifstofa

Tengiliðir

EFLA Austurland | Egilsstaðir
Kaupvangi 5 | 700 Egilsstöðum
EFLA Austurland | Reyðarfjörður
Búðareyri 15 | 730 Reyðarfirði
EFLA Austurland | Seyðisfjörður
Hafnargötu 4A | 710 Seyðisfirði

EFLA Austurland býður upp á alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni og þar starfa
sérfræðingar í byggingar-, rafmagns- og vélaverkfræði. Þrjár starfsstöðvar eru á Austurlandi, sem þjóna viðskiptavinum á Austurlandi öllu, frá Langanesi til Hornafjarðar og víðar um land ef svo ber undir. 

Helstu verkefni eru tengd rafhönnun og stýringum fyrir veitustofnanir og iðnfyrirtæki, eftirlit og ráðgjöf í virkjunum og tengivirkjum, öllum tegundum af húsbyggingum og þjónustu við sveitarfélög og veitustofnanir á sviði veitna, gatnagerðar, byggingareftirlits, skipulagsmála og ofanflóðavarna.

Margir starfsmenn starfsstöðvarinnar á Egilsstöðum störfuðu áður á Verkfræðistofu Austurlands, sem sameinaðist EFLU um mitt ár 2014, eftir náið samstarf um langt skeið.

EFLA Austurland - EgilsstaðirSkrifstofa EFLU á Egilsstöðum er að Kaupvangi 5.Fréttir

Sýndarveruleiki EFLU vekur eftirtekt á Tæknideginum

Tæknidagur fjölskyldunnar er árlegur viðburður sem er tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi. Tæknidagurinn er á vegum Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og fór fram 7. október síðastliðinn. 

Lesa meira

Fjölsótt EFLU þing á Egilsstöðum

Síðastliðinn miðvikudag fór fram EFLU þing á Egilsstöðum en yfirskrift málþingsins var: Áhrif hönnunar á heilnæmi bygginga. Markmið með EFLU þingi er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.

Lesa meira

Fleiri fréttir