Ísland
  • Reykjavík

Ísland

Avro, Rammasamningur Isavia, ADG, Aero Design, AVRO design group

AVRO Design Group

AVRO Design Group er hlutdeildarfélag sem var stofnað til að sjá um hönnun og ráðgjöf vegna verklegra framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Í AVRO eru samankomnir samstarfsaðilar sem búa yfir fjölbreyttri og alþjóðlegri reynslu sem hafa mikla þekkingu af uppbyggingu og framkvæmdum við flugvelli. 

AVRO og Isavia hafa undirritað rammasamning til 3 ára um uppbyggingu og stækkun á Keflavíkurflugvelli. Sjá nánari upplýsingar í frétt.

Í hluthafahópnum auk EFLU eru Nordic Office of Architecture,COWIArkþing, Teiknistofan Tröð og Landslag.  

Tengiliður AVRO er Ólafur Ágúst Ingason


Aero Design Global  (ADG.ehf)

ADG sérhæfir sig í verkfræði og viðhaldsþjónustu fyrir bæði flugvélarekendur og flugvélaeigendur, hérlendis sem og erlendis.
 
ADG þjónustar flugvélarekendur og eigendur, allt frá skrúfuþotum upp í stærstu breiðþotur sem eru í notkun í heiminum. Unnið er eftir samþykktum verkferlum samkvæmt ströngum stöðlum og reglugerðum Evrópsku Flugmálayfirvalda (EASA) og lýtur ADG eftirlitsskyldu Samgöngustofu Íslands.
 
Starfsmenn ADG hafa mikinn, langan og farsælan starfsferil í fluggeiranum á Íslandi, Evrópu, Ameríku og Asíu og er samanlagður starfsaldur í greininni yfir 80 ár. 

Aero Design Global er hlutdeildarfélag EFLU á Íslandi.

Vefsíða ADG