Norðurland
  • Akureyri

Norðurland

Norðurland, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Svæðisskrifstofa, starfsstöð

Tengiliðir


EFLA Norðurland er staðsett á Akureyri og veitir alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni.

Meðal verkefna á svæðinu eru framkvæmdir tengdar byggingum, hitaveitum, vatnsveitum, fráveitum, gatna- og vegagerð, smávirkjunum, umhverfismálum og skipulagsmálum.

Þá eru margvísleg verkefni tengd stjórnkerfum fyrir iðnfyrirtæki, veitur og virkjanir auk hönnunar raflagna, lýsingar- og tæknikerfa í byggingar og önnur mannvirki. 

EFLA Norðurland var áður Verkfræðistofa Norðurlands (VN) en eftir náið samstarf um langt skeið sameinuðust fyrirtækin árið 2011. 

EFLA Norðurland | Akureyri
Glerárgötu 32 | 600 Akureyri

EFLA Norðurland - Akureyri

Skrifstofur EFLU á Akureyri eru að Glerárgötu 32.


Fréttir

Bygging hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri

Norðurorka skrifaði nýverið undir samning við verktakafyrirtækið SS Byggir um byggingu hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri. EFLA hefur verið Norðurorku til halds og traust í þessu verkefni og sá um alla verkfræðihönnun, þ.e. hönnun á húsbyggingu, vélbúnaði og útrás. 

Lesa meira

Fjölmennt á EFLU-þingi á Akureyri

Fimmtudaginn 7. júní fór fram EFLU-þing í Hofi á Akureyri og var fjallað um áhrif innivistar í byggingum á líðan fólks. Málþingið var afar vel sótt og voru um 80 gestir samankomnir. Starfsmenn EFLU sem starfa við ráðgjöf á sviðinu fluttu erindi og sköpuðust áhugaverðar umræður um málefnið meðal fundargesta. 

Lesa meira

Fleiri fréttir